Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 19
^ílarnir reyndust raunverulegir
Tárin streymdu úr augum mínum. Ég
Var komin i snertingu viö mannheim. Ég
ráð ekki við grátinn.
Ég snökti hástöfum, þar sem ég hélt
áfram göngu minni eftir stígnum, og
ððru hverju snýtti ég mér í silkislæöuna
öúna, sem nú mátti muna sinn fífil
^eSri. Pilsið mitt var rifið og skítugt og
blóðflekkótt, og ég reyndi af veikum
m*tti að slétta úr þvi. Ég slétti úr hárinu
með fingrunum og fann þá, mér til
nndrunar, að ég var enn með húfupott-
'okið mitt á höfðinu.
Nú var gilið tekið að breikka, og von
f'ráðar opnaðist það út í dal.
Iflómategundum fór fjölgandi á leið
minni, og loks sá ég skilti við stíginn. Ég
breifaði á stöfunum, um leið og ég las:
^hðunarsvæði fvrir stórhyrnt sauðfé l
Koliforniu.
^ðgangur óheimill að þessu svæði.
nema með sérstöku leyfi. Leyfi fást hjá
fjallalæk og ákvað að fylgja honum. Ég
reif mig úr stigvélatætlunum og gekk
eftir lækjarfarveginum.
Timinn leið, og skuggarnir voru farnir
að lengjast, og enda þótt loftið væri enn
hiýtt og sólin vermdi mig, snerust
hugsanir mínar um það, hversu dásam-
iegt það væri að sitja í bíl með heitri
miðstöð og finna mjúkt teppi undir
hrjáðum fótunum.
Ég varð að halda áfram. Fólk hlaut að
vera farið að undrast um mig, ég varð að
•áta vita af mér. Ég rann og hnaut, og
stundum datt ég á hálum, mosavöxnum
steinum, og ég meiddi mig — en áfram
hélt ég. Gróðurinn varð fjölbreyttari, og
ég bjóst hálft í hvoru við að sjá einhver
ðýr, til dæmis eðlur, En ég sá engin dýr,
ekkert lifsmark. Hér var aðeins auðn, og
ég var alein í auðninni.
En ég skyldi komast heim. Guð minn
góður, ég skyldi komast heim.
Og nú lét ég engar hillingar villa mér
sýn. Ég lét sem ég sæi ekki heila
byrpingu glaestra húsa og geysistór
auglýsingaskiltin i útjaðri bæjarins. Ég
v*ssi, að það voru hillingar.
Eg varð því ekkert uppnumin, þegar
ég rakst á stig. Ég var þess fullviss, að
honum hefði verið komið þarna fyrir
til að tæla mig og trylla, vekja hjá mér
falskar vonir og fögnuð. En þessi stígur
Var raunverulegurl Hann var þarna. Ég
sá, að hann lá út í lækinn og upp úr
honum hinum megin. Ég varðaðathuga
hann nánar. Ég óð yfir á bakkann
hinum megin.
Láttu nú ekki hugmyndaflugið hlaupa
með þig í gönur, sagði ég við sjálfa mig.
Tn þarna sá ég hrossatað! Harðnaður
hrossataðsköggull lá þarna á miðjum
stignum, og ég hef aldrei á ævi minni séð
neitt stórkostlegra. Ég sparkaði í
höggulinn, og ég varð alveg viss. Þetta
Var 100% ósvikinn hrossataðsköggull.
És þakkaði guði.
umdœmisstjóra Inyo þjóðgarðinum,
Lone Pine, Kaliforníu.
Inyo þjóðgarðurinn. Ég hafði ekki
einu sinni heyrt hann nefndan.
Ég gekk áfram, og innan skamms
breikkaði stígurinn og mér opnaðist sýn
yfir viðan dal. Gróður var ekki mikill í
dalnum, runnabrúskar á víð og dreif og
strjálir trjálundir. Þar var engar
byggingar að sjá, enga vegi né heldur
annað merki um líf. Dalurinn virtist
auður og yfirgefinn — að undanskildum
tveimur bílum, sem hafði verið lagt í
grennd við skilti. Á skiltinu stóð, að hér
væri upphaf Smalastígsins, sem lægi aila
leið upp á fjallstind.
Annar bíllinn var grænn Volkswagen,
hinn hvítur sendiferðabill. Ég horfði á
þá full grunsemda. Mér var fyllilega Ijóst,
að ekki var víst þeir ættu sér neina stoð í
raunveruleikanum. Ég gekk að þeim
með útréttar hendur. Ég stansaði, dró til
mín hendurnar og hoifði á förin, sem
þær skildu eftir sig i rykinu á græna
bilnum.
Græni bíllinn var raunverulegur, sá
hvíti einnig. Ég reyndi öll handföngin og
komst að því, að bílarnir voru kirfilega
læstir. En þeir voru þarna. Þeir voru
raunverulegir. Ég var komin niður af
fjallinu, og þessir tveir bílar voru raun-
verulegir.
Ég hné niður við hlið annars bílsins og
hugðist bíða eiganda hans. Ég þurrkaði
rykið af hliðarspeglinum og horfði í
hann. Andlit mitt var sótugt, og á
öðrum vanganum var brunasár, en þetta
var sannarlega ég sjálf. Og ég var ekki
svo frábrugðin því, sem ég mundi eftir
mér.
Ég vildi ekki láta bugast
Ég horfði yfir dalinn. Sólin gyllti nú
aðeins hæstu fjallabrúnir, og það
dimmdi óðum. Allt í kringum mig ríkti
auðnin ein. Þetta var land kúreka, reglu-
legt „villt vestur”, eins og maður
ímyndar sér það.
Ég virti fyrir mér rykið á bílunum, og
mér varð Ijóst, að það væri að öllum
líkindum að minnsta kosti tveggja daga
ryk. Jafnvel gluggarúðurnar voru þaktar
eyðimerkurryki. Þeir, sem komið höfðu i
þessum bílum, höfðu væntanlega haft
með sér viðleguútbúnað, og ekki var að vita,
nema þeir hygðu á margra daga útilegu í
fjöllunum.
En ég hafði nú komið auga á veg, sem
lá eftir miðjum dalnum. Ég gerði mér
ekki grein fyrir, hversu langt i burtu
hann var, en þetta var vegur, og ég
ætlaði að ganga þangað. Ég vildi ekki
biða hér eftir mönnum, sem ef til vill
kæmu ekki fyrr en eftir marga daga. Og
hingað voru augljóslega ekki tlðar
mannaferðir.
Ég ætlaði að komast að veginum og
reyna að fá far með bíl, sem leið ætti
um. Ég hafði nú þegar gengið i gegnum
slikar raunir, að hugarvíl var mér fjarri.
Mér hafði lærst, að ég var fær um að
þola meira en ég hefði haldið að
óreyndu. Ég hafði fundið mig knúna
áfram af einhverjum umfram styrk,
þegar ég klifraði niður fjallið. Allan
daginn hafði ég öðru hverju fundið til
eins konar vellíðunar, jafnvel fagnaðar.
Ég hafði hrapað niður úr himninum, ég
hafði týnst í fjöllunum, en ég var ekki
buguð.
Ég hafði ekki fundið til einmanaleika.
Ég var hvorki hamingjusöm né hrygg.
Ég bara — var til. Ég reis á fætur og
lagði enn af stað, viss um, að nú yrði
ekki langt þangað til ég kæmist til
manna, einhver fyndi mig.
Liklega hef ég ráfað um í um það bil
klukkustund, áður en mér varð Ijóst, að
ég hafði gengið í hring. Ég trúði vart
mínum eigin augum, og ég reiddist
sjálfri mér fyrir að eyða orku minni til
ónýtis. Ég fylgdi slóð minni aftur til
baka, jiar sem bilarnir voru.
Þegar hér var komið sögu, hafði
kvöldroðinn breyst í húm, og þar sem ég
stóð og horfði yfir dalinn, sá ég ljós blika
langt I burtu. Ég áttaði mig fljótlega á
þvl, að þetta hlutu að vera bílljós á
veginum, og ég gekk i átt til þeirra.