Vikan


Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 22

Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 22
Smásaga A.RNOLD Akre drap konuna sína. Hann var fimm daga að því. Það má segja, að hann hafi gert það, vegna þess að hann var aleinn með henni og vegna þess að hann var læknir. Ennfremur má segja, að hann hljóti að hafa haft ástæðu. En ef einhver hefði grunað hann og spurt hann, hefði hann ekki getað gefið gilda skýringu. Hann hafði framið hið fullkomna morð. En það grunaði hann að sjálf- sögðu aldrei neinn, og það spurði hann heldur aldrei neinn. IC^ONAN min segir alltaf, að mig skorti framagirni. Það er eflaust satt. Mér finnst allt i lagi, eins og það er, og ég er ánægður með starf mitt. En ég skil hvað hún á við. Ég er orðinn miðaldra, og enn er ég aðstoðarlæknir á Rikis- spitalanum. Ég fæ ekki hærri stöðu. Það myndi krefjast meira starfs á rannsóknarsviði, og eiginlega er ég fremur latur. Í hreinskilni sagt, þá er það konu minni að þakka, að ég skuli þó hafa náð svona langt. En lengra held ég ekki.aðég komist. - — Það skiptir mig auðvitað engu rt4|i>fAVnöld, se^hún. — Bara að þú sértánægður. v ' ' Og svo brosir hún. Konan min brosir alltaf. Og hún er mjög falleg. Rödd hennar er einnig falleg, mild og mjúk. Hún hækkar aldrei róminn, þegar hún talar. Ég held hún hafi aldrei sagt styggðarorð í mín eyru. — Arnold, segir hún og brosir sínu fagra brosi. — Okkur er boðið i veislu á þriðjudagskvöldið. Ég fer auðvitað í bláa kjólnum minum. Ég held ekki, að neinn taki eftir þvi, að hann er orðinn þriggja ára. Og þér finnst ég alltaf svo fín í honum. — Já, segi ég. — Á ég að segja þér eitt, Arnold, nú eru nágrannarnir búnir að kaupa sér lítið hús við sjóinn. Litið. rauðmálað hús, eins og mig hefur alltaf langað til að eiga. Það hlýtur að vera yndislegt. Þú veist, hvað mér þykir gaman að synda í sjónum. En mér er alveg sama, þó að við séum heima á sumrin. Litli garðurinn okkar er svo indæll, þó að það verði stundum heldur heitt i honum. Og svo sit ég þar með bók. Ég get lesið heilmikið, Arnold, og mér sem finnst svo gaman að lesa. Ég gæti ekki lesið, ef ég væri allan daginn í sjónum. Ég get vel verið heima á sumrin. — Já, segi ég. Og svo brosir hún og horfir á mig stóru. bláu augunum sínum. EGAR ég var ungur, var ég trú- lofaður stúlku, Við kölluðum það að vera trúlofuð, og við höfðum ráðgert að gifta okkur. Eiginlega man ég ekki lengur, hvernig hún leit út. Það sem ég man — þegar ég hugsa um hana — eru litlu gráu augun hennar, sem urðu að grænum deplum, þegar hún reiddist. Svo hitti ég Evu-Lisu. Ég man, þegar ég sá hana i fyrsta skipti — ég man eigin- lega ekkert jafnvel og það. Það hljómar kannski fáránlega. en augu hennar liktust risastórunt, dintmbláum fjólum. Ég á við — það hljómar fáránlega, að ég skuli muna, að það var einmitt það, sem mér datt í hug. Hún stóð og brosti til mín — og sú tilfinning greip mig, að ég mundi drukkna í augum hennar. Það hljómar kannski lika fáránlega. Við giftumst þremur mánuðunt siðar. Við eignuðumst áldrei barn. Siðan eru liðin meira en tuttugu ár. Og allan tímann hefur hún alltaf verið að segja mér, hvað hún sé ánægð og að það skipti engu, hvernig hún hafi það, bara að ég sé ánægður. Öllum likar vel við hana, og allir segja mér. hvað ég sé lánsamur að eiga svona einstaka konu. — Já, segi ég. Hún er mikið ein. Starf mitt er tima frekt, og ég þarf oft að sækja fundi ■ kvöldin. Læknafélagið tekur einnig sinf tíma. Það skrýtna er, að mér leiddist a* sækja fundi, þegar ég var yngri. En hef ég ekkert á móti því. Svo að Eva-Li^ er mikið ein. Ég kem aldrei seint heim þvi ég veit, að Eva-Lisa biður eftir méf Hún vill alltaf fá að vita, hvernig ég haft það, og ef ég hef borðað úti. v^ hún gjarna fá að vita. hvað var á borðum. Égsegi henni það. — Það var gott, segir hún. — Það vaí X2 Vlkan X. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.