Vikan


Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 20

Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 20
Sönn frásögn Ég hafði gengið í um það bil tvo klukkutima, þegar ég gekk fram á tvær mexikanskar konur. Þær horfðu til jarðar, og svört sjölin þeirra blöktu, eins og hrafnsvængir. Þær litu ekki á mig, og ég reyndi ekki að tala til þeirra. Mér fannst ég alltaf vera að ganga siðasta spölinn að veginum, en mér sóttist hægt. „Þvi miður, hér er allt fullt” Ég fór að stytta mér stundir við að búa mig undir það að hitta fólk. Ég hafði ekki tekið neitt með mér um morguninn annað en vasahníf Jays. Mér hafði ein- hvern veginn fundist, að allt annað, hversu smávægilegt sem það var, yrði bara fyrir mér. Ég hafði enga peninga, engin skilríki. Nú kæmi senn að því, að einhver stansaði fyrir mér. Sennilega kæmi hik á hann, þegar hann sæi, hvernig ég var útlits. Ég var skítug og rifin, og ég gat enga grein gert fyrir mér. Kannski fengi ég alls ekki far. Ég var berfætt og blóðug, pilsið mitt var rifið. Ég hneppti að mér jakkanum og æfði það, sem ég ætlaði að segja. ,, Eins ogsjá má, þá lenti ég i slysi..." Loks kom ég að virgirðingu. Ég klöngraðist yfir hana og reif jakkann minn. Ég heyrði nú i bílunum. Áður en langt um leið, kom ég auga á upplýst skilti í fjarska, og ég gekk i átt til þess. Þegar nær dró, sá ég, að þarna var gisti- hús, en á skiltinu stóð, að öll herbergi væru upptekin. Ég skeytti því engu, þarna fengi ég rúm, þarna gæti ég hvílt mig. Ég sá inn um glugga i móttökunni, þar sat ungur Alein f auðninni maður fyrir framan sjónvarpstæki. Ég hringdi dyrabjöllunni, og ég horfði á unga manninn standa á fætur og ganga til dyranna. Hann horfði á mig, en sagði ekki orð: „Ég lenti i slysi, flugslysi,” sagði ég. „Ég er búin að ganga langa leið, og ég er þreytt. Get ég fengið að hvíla mig hérna?” Ég var ánægð með, hvað ég hafði talað rólega og yfirvegað, án alls uppnáms. Ungi maðurinn horfði á mig. Hann virti fyrir sér bera fætur mina og rifin fötin. Ég fann, hvernig hann fjarlægðist mig, þótt hann stæði kyrr i sömu sporum. Hann sá, að ég var óhrein. blóðug. Ég reyndi að láta ekki á neinu bera, en mér fór að liða illa. „Þvi miður,” sagði hann loks. „Hér er allt fullt, eins og þú sérð á skiltinu.” Svo benti hann niður eftir götunni. „Þú gætir reynt þama niður frá. Þú ferð fram hjá gula ljósinu, sem blikkar. og þá er það við fyrstu götu til hægri.” Örmagna dróst ég niður götuna Á skiltinu stóð, að gisting væri föl. Ég hringdi bjöllunni, og gamall maður sleit sig meðsemingi frá sjónvarpstækinu. Ég byrjaði á sögu minni, en hann greip fram í: „Því miður, ungfrú,” sagði hann Alþjóðlegt þing höfunda sakamálasagna verður haldið i Stokkhólmi dagana 15,- 19. júní, 1981. Tilgangur þingsins er að efla og auka tengls þeirra manna sem fást við að skrifa reyfara. Meðal þess sem fjallað verður um á þinginu er hvernig skrifa á sakamálasögur fyrir sjónvarp, útvarp, blöð, tímarit og leikhús, um stöðu og hlutverk sakamála- höfunda i nútímaþjóðfélagi, kaup og kjör svo eitthvað sé nefnt. Ráðstefnur sem þessar hafa verið haldnar tvívegis áður, i London og New York. Það skal tekið fram að þingið er öllum opið sem áhuga hafa á málefninu, þannig að islenskir fésýslumenn gætu e.t.v. sótt sér hugmyndir að nýjum belli- brögðum á ráðstefnu þessa. Þeim, svo og öðrum sem fást við að skrifa reyfara hér á landi, bendum við á að skrifa til Crime Writers, 3rd Intemational Congress, c/o Holm, St. Eriksgatan 93, S 113 32 Stockholm, Sweden, eftir frekari upplýs- ingum. Þátttökugjaldi verður mjög stillt í hóf og i verðinu verða innifaldar skoðunar- ferðir um höfuðborg Svíaríkis bæði að nóttusem degi. kurteislega. „Ég hef aðeins eitt laust herbergi, en það er frátekið fyrir brúðhjón. Ég veit það er orðið fram- orðið, en ég lofaði að láta ekki þetta herbergi...” Brúðhjón! Hann trúði mér ekki. Ég gat ekki fengið neinn til þess að trúa mér. Ég horfði á manninn og sá, að hann var hræddur. Ég þráði að komast i bað, heitt bað, og síðan í rúmið. Ekki gráta. sagði ég við sjálfa mig. Neðar við sömu götu var enn eitt hótel. Það var mín síðasta von. Örmagna dróst ég niður götuna og upp þrepin, skref fyrir skref. Veggirnir í anddyrinu voru klæddir dökkum viði, og fúkkaþefur fyllti vitin. Gömul hjón sátu og horfðu á sjónvarp, en mér tókst að komast fram hjá þeim óséð. Gamall maður leit upp, þegar ég kom aðafgreiðsluborðinu. Með skilningssljóum svip hlustaði hann á mig, þegar ég sagðist vera óskap- lega þreytt og langa að fá herbergi með baði. Mér fannst, eins og hann ætlaði að spyrja einhvers, en þess í stað teygði hann höndina aftur fyrir sig og náði i herbergislykil. Nú yrði ég líklega að segja honum, að ég hefði enga peninga. „Það er bara ..byrjaði ég, en komst ekki lengra. Ég reyndi aftur: „Geturðu kannski lánað mér peninga?" Nei, þetta var ennþá verra. Gamli maðurinn var ráðvilltur á svipinn, en hann var þókyrr. „Gæti ég ekki fengið að hringja?” stundi ég loks upp. Þá var hurðinni hrundið upp, og inn þustu tveir menn, annar með byssu á lofti. Förunautur hans var gamli maðurinn i móttökunni i hinu hótelinu. „Þetta er hún,” sagði hann og benti á mig. „Hún segist hafa lent i flugslysi.” Upp varð fótur og fit, og allra athygli beindist að mér. Gamli maðurinn á bak við afgreiðsluborðið stóð með lykilinn í höndunum og starði á mig. „Heitir þú Eldon?” spurði lögreglu- maðurinn. Ég kinkaði kolli. „Jæja, vina mín, við höfum verið að leita að þér. Leyfðu mér að aðstoða þig,” sagði hann og orð hans hljómuðu sem fegursta klukknahringing. Á slóðum hins illræntda Mansons Þegar fréttin um mig barst um bæinn, streymdi fólk til mín á sjúkrahúsið. Það var vingjarnlegt og einlæglega leitt yfir því, hversu lengi ég hafði orðið að leita mér hjálpar, þegar ég loks hafði náð til mannabyggða. Einn þeirra, sem heimsótti mig, var hótelvörðurinn, sem kallaði á lögregl- una. „Þú getur ekki ímyndað þér, hvað mér Ieið illa út af þessu i marga daga á eftir," sagði hann. Hann sagði mér, að hann hefði óttast, að ég væri i eiturlyfja vímu, einhver hefði barið mig og jafnvel að einhverjir fleiri biðu úti og ryddusl inn á sig, ef hann tæki við mér. Gaulin, lögreglumaðurinn, sem áttað sig á því, hver ég kynni að vera, skýrð1 fyrir mér ástæðuna til ótta fólksins i bænum. Það var á þessum slóðum, sef hinn illræmdi Charles Manson vai handtekinn nokkrum mánuðum áður oi geymdur þar i fangelsi, áður en hann vat dæmdur. Og það var vist synd að segja- að ég líktist venjulegum, heiðarleguú borgara, þegar ég birtist þama berfæú- rifin og skítug, yfirkomin af þreytu. Þess má geta, að ég mun hafa gengií um það bil 30 km þennan dag, þegar allt er talið, öll hliðarspor og villur vega. Ef ég var eins og kötturinn... Lik Jean fannst langt niðri í fjallshliðinni. Jay lá, eins og ég skildi við hann, með hvít snjókomin i hárinu. Við krufningf fékkst skýringin á einkenni; legri hegðun hans eftir slysið} sinnuleysi hans og skorti á sjálfsbjargar viðleitni. Mikið blóð fannst í kviðat holinu, og var mér sagt, að ringlun han* hefði verið fullkomlega i samræmi v'^ likamlegt ástand, sem hefði valdið þv'- að hann þráði það eitt að hnipra sif saman og fá að vera i friði. Ég vildi, aí ég hefði skilið, hvað honum leið. Ég hef komið á slysstaðinn síðan þetta gerðist, í fyrsta skipti i ágúst, þrermJf mánuðum eftir slysið. Fóturinn varekk' orðinn góður, og ég var enn með hand legginn í gifsi, en mér fannst ég verða að fara. Jim, unnusti minn, gat ekki farið með mér, og hann vildi ekki heldur, að éf færi. En loks fékk ég með mér konu. sem. ég þekkti reyndar lítið. Við tróðum pjönkum okkar inn í bil og ókum suður á bóginn. Tilfinningaf minar voru blandnar ótta og kviða- þegar við nálguðumst hrikaleg fjöllif- Og mér varð það ljósara en nokkru sinn' fyrr, að ég hefði með réttu lagi alls ekki átt að komast lifandi frá þessum ójafna hildar- leik viðóbliða náttúruna. Ef ég var eins og kötturinn, sem sagður ef. gæddur niu lifum. þá hafði ég nú eitt átta. | Endir. Þýð. :K.H. Mest lesna tímarítálslandi samkvæmt fjölmiölakönnun Hagvangs. VW ZO Vikan Z. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.