Vikan


Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 63

Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 63
Póstur KÆRU LESENDUR! Er ekki eitthvað sem ykkur langar til að vita um innréttinga mál, umhverfismótun, húsgögn og annað sem lýtur að húsnœð- inu innst sem yst? Ef svo er, sendið okkur þá línu við tækrfæri. Utanáskrrftin er VIKAN og Félag húsgagna- og innanhússarkitekta, Siðumúla 23, Reykjavik. Við leitum svara hjá þeim sem best til þekkja. Sameiginleg áhugamál geta oft verið upphaf ástar. Alltaf þarftu að vera að keppa við nágrannann — þó svo hann liafi fengið sér kanarífugl þá ... En nafniö gleymdist Kæri Póstur. Ég hef aldrei skrifað þér áður og ég er ekki að skrifa þér vegna einhvers stráks sem ég er hrifin af þvi ég er trúlofuð. Ég skrifa þér vegna þess að ég fékk bréf frá Mombasa í Kenya, frá strák sem bað mig að senda skilaboðin sín til ein- hvers blaðs á íslandi. Mér datt Vikan í hug því hún er með svo mikið af pennavinum og mér finnst að þið ættuð að ýta undir krakkana að skrifa þeim sem biðja um pennavini á íslandi. Það þroskast allir við að kynnast fólki frá öðrum löndum. Jæja, þú þarft ekki að birta þetta bréf en gerðu það fyrir mig að birta nafn piltsins. Kær kveðja. K.I. Það er ekkert sjálfsagðara en að birta nafn pennavinarins en reynist þó Póstinum svolítið snúið því þú gleymdir að láta nafn hans fylgja. Sendu það sem fyrst og þá verður það birt án tafar í pennavinadálkinum. Heimilisföng pennavinaklúbba Póstur! Ég sendi ykkur lista með nöfnum og heimilisföngum fólks sem vill eignast pennavini hér á landi. Þau skrifuðu mér öll og 25 til, en ég anna því ekki að skrifast á við um 50 manns. Þess vegna vildi ég biðja ykkur um að koma þeim á framfæri þegar tækifæri gefst. Fyrir þá sem vilja eignast pennavini sendi ég með tvö heimilisföng: International Youth Service, Turku, Finland, ogRadio Luxembourg, P.O. Box 208, 1000 Brussels, Belgium. í Belgíu er nafnið og heimilisfangið lesið upp í útvarpinu. Nöfn pennavinanna birtast hér í dálkunum á næstunni og við þökkum heimilisföng penna- vinaklúbbanna. Vonandi getur einhver pennaglaður notfært sér þau. Hrifnari af Z heldur en X Póstur. Þetta er fyrsta bréfið sem ég sendi þér og ég vona að þú svarir mér sem fyrst. Þannig standa málin: Ég er með strák og við skuiurn kalla hann X. Ég er eiginlega byrjuð með öðrum strák og við skulum kalla hann Z. Ég er mikið hrifnari af Z heldur en X. En ef ég segi stelpunum frá því fara þær að stríða mér. Vilt þú segja mér hvort hann Z er hrifrnn af mér. Hvernig get ég leyst málin hjá stelpunum. Ó gerðu það, elsku Póstur. Svaraðu mér eins fljótt og þú mögulega getur. Ein ástfangin, eða hvað? Pósturinn er þvi miður ekki nægilega kunnugur öllum hnútum í þessu máli til þess að þora að fullyrða hvort Z er hrifinn af þér eða ekki. Satt að segja er lítið hægt að ráðleggja þér annað en gleyma þei111 báðum og byrja með ypsílon, eða eitthvert álíka þjóðráð. Pennavinif _____ Unnur P. Guömundsdóttir, Munaðat’ nesi, Ámeshreppi, 524 Norðuríió'1' Strandasýslu, óskar eftir aö skrifast á V1 stráka og stelpur á aldrinum 13-15 ára- Hún er sjálf 13 ára. Áhugamál hennar eru aðallega diskó. Linda Waage, Staðarvör 10, ^ Grindavik, óskar eftir pennavinunr Áhugamál hennar eru tónlist, 0° menntir og pennavinir. Soffia Magnúsdóttir, Brekkubraut 20, 300 Akranesi, óskar eftir að komast 1 bréfasamband við stelpur og stráka 3 aldrinum 11-12 ára. Áhugamál hennaf eru hestar, íþróttir, pennavinir og fleira- Björk Vilhelmsdóttir, HéraðsskólanU11’ Reykholti, 320 Borgarfirði, óskar efflf að skrifast á við myndarlega pilfa öllum aldri. Hún er 16 ára og áhugatná hennar eru margvisleg. eins og eðlisfraeði- tungumál o.fl. Berglind Steinarsdóttir, Stekkjarhol" 24, 300 Akranesi, óskar eftir að skrifasl á við stelpur á aldrinum 14-16 ára. Hú11 er sjálf 15 ára. Áhugamál: hestar, ® tegund af tónlist, lestur, böll og diskótek og fleira. Elisabet Rafnsdóttir, Vogarbraut 6, 30® Akranesi, óskar eftir að skrifast á V1V stelpur á aldrinum 14-16 ára. Hún er 1 ára. Áhugamál hennar eru margvísleg- Samkvæmt niðurstöðum minum ertu ekki haldinn minnimáttarkennd — Þu ert einfaldlega minnimáttar. 62 Vikan 2. tbl. 7anney Kristíánsdóttir, Viðarteig 14, Neskaupstað, og Ingunn Sveins- ottir, Hlíðargötu la, 740 Neskaupstað, oska eftir pennavinum á aldrinum 11-13 fa. Þær eru sjálfar 12 ára. Áhugamál Po>rra eru popp, diskótek, sætir strákar, ■Próttir og margt Heira. Maria Magnúsdóttir, Sogni, Kjós, 280 Eyrarkot, óskar eftir að skrifast á við stelpur eða stráka á aldrinum 10-12 ára. Hún er sjálf 10 ára. Áhugamál hennar eru hestar og' márgt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Hún svarar öllum bréfum. Eins og idjót með BARNAVAGN Halló Póstur! Ég vona að þú sért ekki kona því nú er ég svo á móti °llu sem heitir jafnrétti og kvennafrelsi og öllu svoleiðis bulli. Ég hugsa nefnilega að þú skiljir mig ekki ef þú ert kona. Þá verðurðu bara að fleygja bréflnu og ég sit uppi Með mitt karlavandamál!!! Sko, ég er 14 ára og á litla systur, hún er 9 mánaða. (Ég er ekkert spilltur og ofdekraður þó ég hafl verið einkabarn svona lengi. Það kemur vandamálinu mínu heldur ekkert við.) Mamma hefur ofsa mikið að gera og hefur ekki tíma 01 að vera alltaf að dútla I systur minni. Hún sefur best Þegar hún er keyrð um I vagninum og þá er ég loksins kominn að vandamálinu. Það er nefnilega hver á að keyra vagninn? Ég auðvitað! Og það flnnst mér ferlega óréttlátt. fjérflnnst leiðinlegt að labba svona eins og idjót um með bARNA VAGN: Það halda allir að ég eigi krakka og strák- arnir eru alltaf að stríða mér á þessu. Það er örugglega nóg afstelpum I götunni, sem vildu keyra hana um, en mamma segir að ég sé ekkert of góður til þess. Og svo fæ ég hálf- tílT,a fyrirlestur um jafnrétti, kvenfrelsi og allt bullið. Oh, ég verð brjálaður. Ég er orðinn hrútleiður á þessu og mér flnnst ekkert jafnrétti í því að pína mig til að keyra vagninn um þegar mér flnnst það leiðinlegt. Hvaðflnnst þér? Getur þú ekki sagt eitthvað gáfulegt svo e8 geti sýnt mömmu það svo að hún lítið á málið frá minni klið líka. Einn með „kallavandamál" segja eitthvað gáfulegt svo þú getir sýnt mömmu þinni það og þar með losnað við píslargönguna! Þú biður ekki um lítið. Ef Pósturinn á að vera alveg fullkomlega hreinskilinn ^erður hann að játa að honum finnst fremur djúpt á allri karlmennskunni hjá þér, ef þú þorir ekki fyrir þitt litla líf út á gótu með barnavagn. Það er ekki eins og þér hafi verið skipað að rölta um með jarðsprengju, eða hvað? Og ef þú hugsar þig oú betur um, hvað kemur þetta stelpunum í götunni við? Ekki eru Þær tengdar þessu barni, eða hvað? Eflaust hafa þær nóg Jtteð að aka sínum ættingjum á barnsaldri um borgina þótt Þ^r taki ekki að sér smábörn sem aðeins eru vensluð °Þroskuðum stráklingum. Til þess að þú getir gert þér grein fyrir hvert vandamálið taunverulega er er ekki um annað að ræða fyrir þig en setjast H.’öur og hugsa málið frá grunni. Er undirrót alls þessa ekki e*nmitt að þú skammast þín gagnvart hinum strákunum og ræðist stríðni þeirra umfram allt. Einmitt það er langsenni- ,e.gasta skýringin og ef þú telur þig alls ekki færan um að joða strákunum og háðsglósum þeirra byrginn verður þú að æra þetta í tal við móður þína og sýna henni fram á að þú standir ekki undir þeim skyldum sem hún leggur þér á herðar. ún mun örugglega sýna þér fyllsta skilning en heldur fyndist ostinum þar leggjast lítið fyrir kappann. Ingibjörg Svavarsdóttir, Stekkjarkinn 11, 220 Hafnarfirði, er 14 ára og óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 14-16 ára. Guðrún Guðjónsdóttir, Hverfisgötu 54, 220 Hafnarfirði, óskar eftir að komast í bréfasamband við stelpur og stráka á aldrinum 14-16 ára. Hún er sjálf 16 ára. Elín Rósa Sigurðardóttir, Litlagerði 17, 860 Hvolsvelli, og Þórhalla Sigurgeirs- dóttir, Túngötu 3, 860 Hvolsvelli,-óska eftir að skrifast á við stráka á aldrinum 11-14 ára. Áhugamál þeirra eru hestar, diskó, popp og margt fleira. Miss Yuki Hirose, 2 chome, Arata Machi, Gifu City Gitu, 500, Japan, er japönsk, 21 árs gömul stelpa sem óskar eftir að eignast íslenska pennavini. Áhugamál hennar eru bréfaskriftir, tónlist, kvikmyndir, ferðalög og margt fleira. Hún skrifar á ensku. í þriðja og síðasta sinn, dömur mfnar, UPP MEÐ HENDURl! Oddný Stefánsdóttir, Garði, 765 Djúpa- vogi, óskar eftir að komast f brýfa- samband við stráka á aldrinum 15-17 ára. Áhugamál hennar eru margvísleg. Linda Waage Þorsteinsdóttir, Staðarvör 12, 240 Grindavik, óskar eftir að komast i bréfasamband við stráka og stelpur 13 ára og eldri (hún er sjálf 14 áraV' Áhugamál hennar eru allt og ekkert. Guðrún Stefánsdóttir, Gilsbakka 16, 710 Seyðisfirði, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 12 og 13 ára. Hún er sjálf 12 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hægt er. Jóhann Pétur Ágústsson, Kveldúlfsgötu 19, 310 Borgarnesi, óskar eftir að komast i bréfasamband við stelpur og stráka á aldrinum 12-13 ára. Hann er sjálfur 12 ára. Áhugamál: hestar, diskótek, dans og fleira. Hann svarar öllum bréfum. Svandís Lóa Ágústsdóttir, Kveldúlfsgötu 19, 310 Borgarnesi, óskar eftir að komast í bréfasamband við stráka á aldr- inum 14-15 ára. Hún er sjálf 14 ára. Áhugamál hennar eru margvísleg, Hún svarar öllum bréfum. Alfa og Dadda, Hliðartúni 17, 780 Höfn Hornafirði, óska eftir pennavinum á aldrinum 13-15 ára. Helst strákum. Áhugamál: fótbolti, dans, hestar, sætir strákar og ljótir líka, ef þeir eru þkemmtilegir, og skemmtileg popptón- list. Þú syngur aldrei fyrir mig þegar þú kemur heim úr vinnunni. 2. tbl. Vtkan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.