Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 34
Fimm mínútur með Willy Breinholst
Lotta var orðin 17 ára. Hún
var lagleg og elskuleg stúlka,
dóttir vel efnaðra, borgaralegra
píanóeigenda. Lotta vissi allt
sem vert var að vita um
karlmenn.
Jæja, það er nú kannski
ofmælt að hún hafi vitað allt, en
hún vissi a.m.k. heilmikið. Hún
hafði nýlokið við að lesa bók
sem hét Hvernig á að krækja sér
í karlmann. Þetta var mjög
gagnleg og fræðandi bók sem
fræddi hana um nýjar hliðar á
karlmanninum. T.d. sagði bókin
að ef ung stúlka væri skotin í
strák ætti hún að gæta þess að
sýna ekki tilfinningar sinar of
ljóslega. Það yrði bara til þess að
hann héldi að hún væri auðveld
bráð. Hún mátti heldur aldrei
sýna að hún biði þess með
óþolinmæði að hann hringdi og
byði henni út.
Kvöld nokkurt í vikunni
HVERNIG Á AÐ
KRÆKJA SÉR í KARL-
MANN
kvaddi Knútur hana við garðs-
hliðið og spurði hvort hann
mætti hringja til hennar næsta
laugardag.
í samræmi við hina nýju
þekkingu sina á karlmönnum
svaraði Lotta:
— Auðvitað máttu reyna það.
En ég vil ekki lofa neinu. Það er
ekki víst að ég nenni út með þér.
Ég hef í svo mörg horn að lita.
Þannig hafði hún svarað þó
að þetta væru svo sannarlega
örgustu öfugmæli. Ef hann ekki
hringdi mundi hún aldrei ná sér
eftir áfallið. Satt að segja skalf
hún af taugaóstyrk allan laugar-
daginn. Ef hann hringdi nú
ekki? Líf hennar væri eyðilagt.
Gjörsamlega einskis virði. Hún
ELSKAÐI Knút. En það stóð í
bókinni að það væri mjög vitur-
legt að hafa stjórn á tilfinning-
um sínum. Sem sagt, hún hafði
stjórn á tilfinningum sínum og
lét sér nægja að halda sig í
nágrenni við anddyrið svo hún
gæti svarað símanum strax og
Knútur hringdi.
Ringring . . . Það hlaut að
vera hann. Hún þaut eins og
elding að símanum en yngri
systir hennar, Lísa, sem var 16
ára og gerði sér enga grein fyrir
alvöru lífsins, var nákvæmlega
jafnviðbragðsfljót.
— Slepptu símanum, stelpa,
sagði Lotta og ýtti henni til
hliðar. — Þú þarft ekki að
ímynda þér að neinn hringi til
þín.
Hún reyndist sannspá,
Knútur var í símanum.
— Viltu koma með mér í bíó
að sjá Dauðir indíánar kjafta
ekki frá? Þrælspennandi með
tuttugu minútna frábærri
slagsmálasenu. Sveinn sá hana í
gærkvöldi.
— Þetta er ekki mynd við
mitt hæfi, sagði Lotta.
— Við getum farið í Hot Spot
á eftir. Þar er örugglega mikið
fjör á laugardagskvöldum.
— Ég er ekki viss um að ég
nenni því.
• . Lotta hélt sér strengilega við
bókina. „Hafðu stjórn á hrifn-
ingu þinni.'1’
— Vertu ekki svona leiðinleg.
Ég var að fá útborgað.
— Mig langar ekkert
sérstaklega út í kvöld. En ég skal
svo sem koma með þér ef þú
sækir mig.
Hún kvaddi hann stutt í
spuna. Þannig átti einmitt að
Stjörnuspá
llrtilurinn 2l.m;ir\ 20.iijiril
Tækifæri gefst til að
hreinsa mannorðið af
alvarlegttm áburði, en i
því efni skaltu sýna
ýtrustu varkárni. Ella
gætu vopnin snúist i
höndum þér. þvi ekki er
allt sem sýnist.
Yiutiö 2!. ij>ríl 2I.iii;ii
Einmanaleikinn, sem
hefur bagað þig að
undanförnu, virðist viðs
fjarri og þinir nánustu
lita athafnir þínar
nýjum augum. Þessi
nýju viðhorf reynast þér
ómetanlegur styrkur.
Itihur.irnir22.niai 2!.júní
Vertu varkár þegar um
ókunnuga er að ræða og
gættu þess að gefa ekki
höggstað á þér að
tilefnislausu. Það bera
ekki allir þinn hag fyrir
brjósti og ýmsir skeyta
lítt um afleiðingar.
hr.'hhinn 22.jum 2.1.júli
Þú virðist losna æ meir
frá einhverju sem hefur
angrað þig lengi og er
það á margan máta
gleðilegt. Gættu þín
samt á að fótumtoða
ekki tilfinningar annarra
í asanum.
I.jóniö 24. júli 24. iijú‘1
Mikil þörf fyrir
tilbreytingu setur svip
sinn á allar þínar
athafnir og þú ættir að
velja þér trúnaðarvini af
varkárni. Minnstu þess
að æskilegt er að
breytingin sé til
batnaðar.
'lcjjan 24 ;ii»ú\i 2.Yscpt.
Þér er nauðsynlegt að
öðlast næði til að hugsa
og smámisskilningur
gæti orðið að stórmáli.
ef ekki er að gáð i tíma.
Láttu ekki blekkjast af
föskum loforðum og
stattu fast við eigin
sjónarmið.
loiíin 24.\cj>i. 2A.oKi.
Visaðu ekki á bug
sannri vináttu þótt hún
bjóðist á óheppilegum
tima. Sættu þig við
tilveruna eins og hún er
og minnstu þess að
öllum eru settar miður
æskilegar skorður.
Sporöilrckinn 24,okt. ‘Í.Ynói.
Ennþá berðu mikia
virðingu fyrir þcim sem
virðast leyndardómsfull
ir og óútreiknanlegir.
Það gæti valdið þér
miklum vonbrigðum að
yfirleitt hafa þeir enga
dulda kosti umfram
aðra.
Hotíiiiaöurinn 24.nó». 2l.óc\
Miklar kröfur eru
gerðar (il þin en þó
ekki stærri en svo að þú
ættir auðveldlega að
ráða við þær. Haltu fast
við fyrri ákvarðanir og
skiptu ekki um skoðun
umhugsutiarlaust.
Stcintícilin 22.dc\. 20. jan.
Djúpstæð deilumál hafa
skotiðupp kollinumá
heimili þinu og þú ættir
að gefa öðrum tóm til
að skýra sín sjónarmið.
Varastu að einangrast
málefnalega, þvi það
veikir aðstöðuna.
latn\hcrinn 2l.j»n. ló. íchr.
Þolinmæði þín og
jafnvel þrái virðist ætla
að færa þér sigurinn i
ákveðnu deilumáli og
vandlega hugsaðar ráða-
gerðir færast nú jafnt
og þétt yfir á fram-
kvæmdastig.
Fi\k;irnir 20.ícbr. 20. mar\
Framkoma þín hefur
verið túlkuð sem
oflátungsháttur og þvi
miður ekki að ástæðu
lausu. Erfiðleikar, sern
nú steðja að. stafa aðal-
lega af hvatvísi þinni og
ofmati á eigin getu.
34 Vikan z. tbl.