Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 8
Vímugjafar
einkum við tvennt, aukna lög-
og tollgæslu og svo fræðslu. Á
sviði lög- og tollgæslu skortir
mannafla og tækjabúnaður er
nánast ekki fyrir hendi.
— Hvað fræðslu snertir eru
þau ungmenni sem við fáum i
hendur alveg ótrúlega fávis um
þau efni sem þau eru að neyta
eða hættur þær sem það kann
að hafa í för með sér. Venju-
lega nær þekkingin ekki út yfir
það sem félagarnir hafa sagt
þeim og fólk getur ímyndað sér
hversu ábyrg sú fræðsla er.
Ekki skortir síður fullorðins-
fræðslu. Það hefur t.d. oft
komið í ljós að foreldrar þekkja
einkenni fíkniefnaneyslu svo
illa að þeir verða ekki varir við
að börn þeirra séu farin að
nota slíkt.
Oft búið að upp-
lýsa fleiri mál á
sama aðila áður
en dómur fellur
Svo em þí»ð alæturnar sem gera þetta
allt tlrekka, reyk>a hass oq neytii Ik«?öi
roandi oy orvandi lyfja
Kannabii frá Pakistan, Tyrklandi og Arabalöndunum.
|
WifiVc
Tvær semustu vikurnar la hun
veínandi i mminu og reykti hass,
matarlaus oy allslaus, þvi allir
tryyyinyapeninyarnir fóm i vimuyjafa
Kannabis: Indvarskur hampur, marijúana, hass.
— Það er afar mismunandi
hvernig fíkniefnaneytendur
lenda í okkar vörslu. Oft er það
vegna ýmissa mála sem við
erum að rannsaka og þeir
tengjast. Eða þá að við fáum
upplýsingar um að viðkomandi
hafi slík efni undir höndum.
Síðan er farið með þessi mál
svipað og önnur sakamál.
Þegar okkar rannsókn er lokið
á fullnægjandi hátt fer málið til
dómsmeðferðar. Eina sér-
staðan er sú að öll mál fara
beint til dómstóls sem heitir
Sakadómur í ávana- og fíkni-
efnamálum. Þessi dómstóll er
með lögsögu um land allt í
þessum málaflokki. Þannig er
afgreiðsla þessara mála í
mörgum tilvikum fljótvirkari.
Yfirleitt er meginreglan sú að
minni málum lýkur með
dómsáttum og greidd er
ákveðin sekt. Viðameiri mál
fara hins vegar til ríkissaksókn-
ara sem síðan gefur út ákæru.
Ákæran er svo send aftur til
dómstólsins sem dæmir i
málinu. Þessi leið og máls-
meðferð tekur langan tíma sem
er ákaflega óheppilegt. Við
erum kannski búnir að upplýsa
stórt mál sem síðan getur verið
á leið i kerfinu í allt að þremur
árum. Á þeim tíma erum við
jafnvel búnir að upplýsa fleiri
mái w sama aðila sem gengur
laus á meðan og er nokkurn
veginn frjáls að því að stunda
fyrri iðju. Aftur á móti gengur
afgreiðsla slíkra mála mjö;
hratt í nágrannalöndum okka
þannig að maður sem situr
gæsluvarðhaldi fer beint
8 Vikan t. tbl.