Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 50
Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran
-
Dularfulli
skugginn í lífi
Edwards
Kennedys
GAR þetta er skrifað er talað í
heiminum meira um einn mann en alla
aðra. Hann er aðalumræðuefnið í öllum
löndum. Það er Edward Kennedy,
bandariski öldungadeildarþingmaður-
inn, bróðir hinna frægu bræðra Johns og
Roberts Kennedys, sem báðir féllu fyrir
morðingja hendi. Annar var forseti hins
mikla stórveldis, Bandaríkjanna, en hinn
dómsmálaráðherra. Ástæðan til þess að
yngri bróðir þeirra, Edward Kennedy, er
nú á hvers manns vörum er sú að það er
engu líkara en flestir Bandaríkjamenn
beinlinis ætlist til þess af honum að
hann feti í fótspor Johns bróður síns og
bjóði sig fram sem forsetaefni Bandaríkj-
anna í komandi kosningum.
Hann nýtur I ríkum mæli vinsælda
hinna látnu bræðra sinna og þeirrar
frægðar sem Kennedy-ættin nýtur þarna
vestan hafs.
Að vísu mun Rose, móðir Edwards.
hafa tekið af honum það loforð að gefa
aldrei kost á sér sem forsetaefni, sökum
hinna hörmulegu morða bræðra hans.
En nú mun Kennedy hafa upplýst að
hann hafi fullt samþykki ættar sinnar til
slíkrar ákvörðunar, ef hann kjósi það.
Þegar þetta er skrifað hefur hann lýst
ótvírætt vilja sinum I þessum efnum og
það er ekkert leyndarmál að stuðnings-
menn hans hafa unnið í heilt ár af
fullum krafti að því að undirbúa
framboð hans og kosningu. En með þvi
yrði hann að bjóða flokksfélaga sínum,
núverandi forseta, Jimmy Carter
byrginn.
Edward Kennedy nýtur virðingar sem
öldungadeildarmaður í bandariska þing-
inu og hafa þar verið falin mikilvæg
störf. En yfir fortið hans hvílir þó einn
skuggi sem sumir töldu að myndi ríða
honum að fullu sem stjórnmálamanni á
sinum tima, þótt reynslan hafi nú ieitt
annað i Ijós.
Engu að siður hvílir enn dularfullur
skuggi yfir vissu atviki i fortið þessa
greinda manns og telja margir að sann-
leikurinn i því máli sé enn ekki kominn í
Ijós, því framkoma Edwards eftir
þennan atburð var vægast sagt
tortryggileg. Ekki er ólíklegt að
ættsmærri maður hefði ekki verið látinn
sleppa jafnvel út úr þvi máli og Edward
Kennedy. Ég mun nú I stuttu máli rifja
upp nokkur atriði í þessu fræga máli sem
vakti gífurlega athygli. ekki einungis um
öll Bandarikin heldur víða um heim.
Kona var nefnd Mary Jo Kopechne.
Hún hafði þegar orðið hugfangin af
stjórnmálum sem skólatelpa í New
Jersey. Og eftir að hún fékk atvinnu í
höfuðborginni, Washington, gekk hún í
hóp ungra kvenna, sem voru aðdáendur
Roberts Kennedys, og vann fyrir þann
stjórnmálamann af miklum krafti. Unnu
stúlkurnar meðal annars að þvi að safna
stjórnmálalegum upplýsingum fyrir
forsetaefnið.
Þann 18. júlí 1969 var hún, ásamt
fimm öðrum stúlkum úr þessum hópi,
boðin til skemmtihátíðar hjá Edward
Kennedy. sem með hópi ýmissa vina
sinna hafði komið sér fyrir i kofa á
Chappaquiddickeyju.
Hvað þar gerðist varð síðar efni alls
konar orðróms og umtals alla tíð síðan.
Það eina sem talið hefur verið víst var
að um miðnætti hafi Mary Jo verið I
aftursætinu I svarta Oldsmobilebílnum
öldungadeildarmannsins þegar hann
steyptist af mjórri trébrú sem var á
leiðinni að afskekktri strönd á megin-
landinu, þar sem bæði höfðu herbergi í
hóteli nokkru.
Edward Kennedy skýrði síðar svo frá
að hann hefði beygt út á brúna af
misgáningi á leið sinni að ferjustaðnum
til meginlandsins.
En illrætnar tungur í Washington
báru það út að Mary Jo hefði verið
ófrísk og að lát hennar hefði ekki verið
nein tilviljun og að foreldrum hennar
hefði verið mútað til þess að þegja.
Krufning á líki hennar fór ekki fram.
rannsóknarrétturinn komst ekki að
neinni niðurstöðu og rannsókn á vegum
kviðdóms endaði eftir aðeins þriggja
klukkustunda vitnisburð. Sá orðrómur
barst út að ástæðan til þess hve stutt
þessi rannsókn stóð hafi átt rætur sinar
að rekja til þrýstings af hálfu Kennedy-
ættarinnar.
Og þetta varð blaðaefni út um allan
heim. Eins og margir muna dróst það
talsvert á langinn hjá Edward Kennedy
að tilkynna þetta slys og dró það ekki úr
tortryggni fólks á þessum undarlegu
atvikum.
Sjálfur hefur Edward Kennedy alltaf
viðurkennt að honum hafi aldrei tekist
að gera skynsamlega grein fyrir
athöfnum sínum nóttina sem Mary Jo
drukknaði í bíl hans.
I yfirlýsingu um þetta mál, sem var
sjónvarpað, komst hann svo að orði:
„Það finnst ekki vottur af sannleika i
þeim grunsemdum sem bornar hafa
verið út um ósiðlegt framferði og beint
hefur verið gegn hegðun okkar þetta
kvöld.
Ég veit að ýmsar vangaveltur hafa
komist á kreik um ástand mitt, þegar ég
yfirgaf veisluna til þess að aka til
ferjunnar. Ég leyfi mér þó að fullyrða
aðég hafi ekki verið undir áhrifum víns.
Á óupplýstum vegi fór billinn út af
þröngri brú án handriða.
Honum hvolfdi og hann fylltist þegar
af vatni.
Ég hófst þegar í stað handa um það að
gera tilraunir til þess að bjarga Mary Jo
og stakk mér í harðan strauminn. en það
jók einungis ótta minn og dró úr mér
mátt.
Hegðun mín næstu klukkustundirnar
er mér með öllu óskiljanleg.
Ég lít svo á að sú staðreynd, að ég
tilkynnti ekki lögreglunni um þetta
þegar í stað. sé óverjandi.
Þegar ég hafði legið i óákveðinn tíma
úrvinda i grasinu gekk ég aftur til
kofans, þar sem samkvæmið var haldið,
og óskaði eftir hjálp tveggja vina —
frænda mins Josephs Gargans og Pauls
Markhams.
Þrátt fyrir sífelldar tilraunir þeirra til
þess að finna ungfrú Kopechne reyndist
það einnig árangurslaust.
Ég var á valdi óskaplega sterkra
tilfinninga: hryggðar, ótta, efa, þreytu,
skelfingar, ráðleysis og losts.
Ég gaf þeim Gargan og Markham
fyrirmæli um að valda vinum Mary Jo
ekki óita þessa nótt og lét þá koma með
mér að ferjustaðnum.
Það var búið að loka ferjuflutningum
fyrir nóttina og þá varpaði ég mér í ein-
hverju æði til sunds, synti yfir um og var
í annað sinn næstum drukknaður. Síðan
hélt ég heim til hótels míns og féll saman
á rúmið í herberginu mínu.
Það er ekki hægt að lýsa með orðum
þeirri hræðilegu kvöl og þvi hugarangn
sem mér býr í brjósti sökum þessa sorg-
lega atburðar.”
Þetta gerðist fyrir tíu árum. En nu
víkur sögunni til nútímans. Breska dag-
blaðið NEWS OF THE WORLD gekkst
fyrir því að fjórum helstu miðlum
Englands var boðið á sambandsfund t
þeim tilgangi að ná sambandi við hina
látnu stúlku, Mary Jo, til þess að fá rétt
svör við því hvað hefði i raun og veru
gerst þessa örlagaríku nótt, sem varpaði
bletti á mannorð Edwards Kennedys.
Svörin, sem fram komu á þessum
sambandsfundi með New Jersey-máf
hreimi Mary Jo, voru þessi:
1. Kennedy var ekki elskhugi stúlk-
unnar.
2. Kennedy vissi ekki að hin 28 ára
Mary Jo var i aftursætinu í bílnum hans,
þegar hann steyptist niður í átta feta
djúpt vatnið eftir samkvæmið á
Chappaquiddick-eyju í Massachussetts i
Bandarikjunum.
3. Kennedy var að halda hlifiskildi
yfir annarri konu þegar hann siðar hélt
því fram að þau Mary Jo hefðu yfirgefið
samkvæmið saman.
Meðal annars sem fram kom á
þessum athyglisverða sambandsfundi
var alvarleg aðvörun til hins 47 ára
gamla öldungadeildarmanns. sem j
nefndur hefur verið sem líklegt forseta-
efni við næstu forsetakosningaf
Bandarikjanna:
„Ég sé hættur steðja að honum. Ég sé
dauða, skyndilegan dauða. Sömu menn
og drápu bróður hans myndu einnig
óska honum dauða, ef hann sæktist eftir
forsetaembætti Bandarikjanna."
Sú persóna, sem stjórnaði þessum
sambandsfundi, var hin 45 ára gamla
Micki Dahne. En furðulega nákvæmit
spádómar hennar og óskiljanlegaf
samræður við frægar látnar persónut
hafa gert þennan miðil frægan um öll ;
Bandaríkin.
Ásamt henni við borðið var dóttir
hennar Jill, sextán ára gömul, en hún
hefur verið talin sá unglingur 1 '•
Bandarikjunum sem furðulegasta
sálræna hæfileika hefur sýnt. Þá má og
nefna Edyne Decker. sent er miðill, sem
oft hefur komið fram í útvarpsþáttum
frú Dahnes. Og að lokum skal telja
viðstadda hina skyggnu Ethel Taylor frá
Lettlandi.
Fyrir framan hverja þeirra var skál
með hreinu vatni, sem átti að styrkja
50 Vikan Z. tbl.