Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 38
Vikan og Neytendasamtökin
*
I dag rúlla mörg hundruð
milliónir vélknúinna farartækja á
iarðarkringlunni, fyrst og fremst
knúin olíu og bensíni.
Framleiðsla ökutækja eykst jafnt
og þétt en eldsneytið, sem við
notum i dag, mun einn góðan
veðurdag þrjóta. Því beinast
rannsóknir að öðrum eldsneytis-
efnum og einnig eru gerðar
tilraunir með betri nýtingu
bensíns og oliu — einnig með það
fyrir augum að draga úr
mengun.
Betri nýting
Vélar, sem knúnar eru oliu og
bensíni, menga umhverfið með
útblæstri hættulegra efna, s.s.
kolefniseinsýrings (kolmonok-
syd), kolefnistvísýrings
(kolmondioksyd), brennisteins-
tvísýrings, köfnunarefnissýringa
og fleiri annarra meira og minna
eitraðra efna. Þetta leiöir m.a.
af efnasamsetningu eldsneytisins
og aðstæðum við sjálfan brun-
ann.
Betri nýting eldsneytisins mun
minnka eyösluna og draga úr
mengun. Þegar eru fram komnar
nokkrar tillögur um vélar sem
eru á tilraunastigi. Þær eru
sparneytnari en þær vélar sem
við þekkjum í dag, m.a. svo-
kallaðar „Lean-burn" vélar
(lauslega þýtt: vélar knúnar
veikri eldsneytisblöndu). Þær eru
knúnar með blöndu af litlu
bensini og miklu lofti. í byrjun
voru vandkvæði á aðfá þunnar
blöndur til að brenna, en ný
tækni hefur leyst þann vanda. Af
þessu leiöir aðeldsneytið nýtist
vel og mengun minnkar.
Vélarnar hafa þegar verið fram-
leiddar i nokkrum mæli en
krefjast rafeindabúnaðar sem er
mjög dýr. Sennilega munu bíla-
framleiðendur velja slíkar
vélagerðir þegar hert verður
frekar á kröfum varðandi
mengun i umhverfinu.
Dæmi um þannig vél er hin
umdeilda svissneska „May-
fireball" vél (uppfinninga-
maðurinn heitir May). Hún
greinir sig frá hefðbundnum
vélum á þann hátt að sprengi-
rúmið er öðruvisi lagað. May
notar veika blöndu (bensín/loft-
blöndu) og hátt þjöppunarhlutfall
og öfluga hvirflun á loftblönd-
unni, sem safnast í lítið sprengi-
hólf undir kertisneistanum.
Þannig nýtist bensínið vel og
eyðslan á hvern kílómetra er
lítil, á að giska 30% minni en
áður.
Trúlega munu slíkar vélar ná
útbreiðslu í framtíðinni, a.m.k.
Fyrr eða síðar mun hinn geymdi orkuforði jarðar-
innar ganga til þurrðar. Einkabíllinn notar geipi-
legt magn eldsneytis. Ef vísindamennirnir reynast
sannspáir mun skömmtun olíu óumflýjanleg haldi
notkun áfram að aukast eins og raunin hefur
verið hingað til.
Rannsóknir miðast nú við að finna aðra orku-
gjafa og ýmsar lausnir taldar koma til álita en enn
sem komið er virðist kostnaður standa í vegi.
þegar tekist hefur að lækka
framleiöslukostnaö og þjálfa
starfslið verkstæða og breyta
verkstæðum með tilliti til
viðhalds á slíkum vélum.
En þangað til höldum við
áfram að menga með bifreiöum
okkar. „Gömlu" bílarnir verða
á vegunum enn um mörg ókomin
ár.
Dísilvélar
En nú kunna menn að spyrja:
Því er hráolía ekki meira notuð,
hún er ódýrari og útblásturinn
frá slikum vélum ekki talinn eins
eitraður?
Dísilbílar nota líka minna
eldsneyti en bensinbilar. Það eru
bíleigendur sjálfir sem ráða
valinu. Mestu ræður sennilega að
disilvélar eru dýrari. Auk þess
eru menn ekki lengur sannfærðir
um að dísilútblástur sé minna
eitraöur. En þó bendir allt til
þess að á næstu árum fjölgi
einkabílum með disilvélar,
trúlega með svokölluðum hverfi-
hreyfli.
Metanol sem eldsneyti
Tæknilega er hægt að knýja vél
með metanol (tréspiritus,
metylalkohol). í reynd er það
annmörkum háð. Það er mjög
erfitt, ef ekki ómögulegt, að
gangsetja vélina ef hitastigið er
lágt. Þvi verður að gangsetja
hana á bensini og skipta yfir á
metanol, þegar réttum hita er
náð. Þetta krefst tveggja aðskil-
inna tanka. Það hefur lika verið
gerð tilraun með tvöfaldan
blöndung. Þegar álagið er lítið og
í bæjarakstri var tilraunabillinn
knúinn bensíni. Við hraðaaukningu
og úti á vegunum skipti sjálf-
krafa yfir á metanol. Þar eð
bensín er aðeins notað þegar álag
er lítið getur það verið blýlaust
og þarf ekki að hafa háa oktan-
tölu. Ýmsir vankantar eru þó á
þessari lausn og ekki er hún talih
raunhæf eins og stendur.
Jákvæðari lausn mun vera að
nota blöndu af metanol og
bensini. Svíar, Bandarikjamenn
og Þjóðverjar hafa haldið uppi
umfangsmikilli rannsóknarstarf-
semi með slíka blöndu og svo
virðist að u.þ.b. 10-15% metanol 1
bensíni sé heppileg lausn. Ekki
mun þörf stórvægilegra breyt-
inga á hinni heföbundnu bilvél/
en metanol mun þó geta haft
slæm áhrif á ýmsa viðkvæma
smáhluti í blöndungnum. Einn
ókostur bensin/metanol blönd-
unnar er að hún skilur sig ef vatn
38 Vikan 2. tbl.