Vikan


Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 4

Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 4
Fjölskyldumál — Guðfinna Eydal Þegar unglingamir mótmæla foreldmnum Margir unglingar gera uppreisn gagnvart foreldrum sínum. Margir ungl- ingar líta á foreldra sina sem hreina fjandmenn. Oft er beint strið á milli unglinga og foreldra. Tengslin á milli þeirra rofna. Unglingarnir hafa hafnað foreldrunum og taka gjarnan sinn eigin vinahóp fram yfir þá. Foreldrarnir sitja eftir með sárt ennið og skilja ekkert í því af hverju ástandið er orðið algjörlega óviðunandi. Þeir verða oft örvasntingar- fullir og vita ekki sitt rjúkandi ráð, því að það er alveg sama upp á hverju þeir reyna að finna, allt er árangurslaust, öllu er neitað, allri samvinnu hafnað. Foreldrarnir reyna gjarnan margar leiðir til að hafa áhrif á unglinginn, þeir reyna að tala um fyrir honum, þeir reyna að leiða honum ýmislegt fyrir sjónir, þeir skammast, rífast, gráta og stundum slást þeir við unglingana. En allt kemur fyrir ekki, unglíngurinn heldur fast við sitt, hann mótmælir áfram. Hann vill ekki segja foreldrum sinum neitt, hann hatar yfirheyrslur: „Hvar varstu? Með hverjum varstu? Hvað voruð þið að gera?” Hann vill fá að vera í friði og hann hugsar oft um betri daga — dagana þegar hann kemst að heiman. Hvað veldur því að ástandið. sem lýst er, er til á hundruðum heimila? Hvað veldur því að unglingarnir mót- mæla foreldrum sínum og að foreldr- amir skilja ekki mótmælin? Foreldrarnir eru hins vegar oft einir með sektarkennd sina og hugsa um hvort þeir hafi gert eitthvað rangt í uppeldinu eða hvort mótmæli unglinganna tilheyri bara unglingsárunum. Af hverju koma mótmælin? Þvi hefur oft verið haldið fram að mótmæli unglinga gagnvart foreldrunum eigi rætur sínar að rekja til þeirra miklu breytinga sem eiga sér stað á gelgjuskeiðinu. Þessar breytingar eru líkamlegs, sálfræðilegs og félagslegs eðlis. Það er t.d. vitað að margar þeirra sálfræðilegu breytinga sem eiga sér stað valda unglingnum vissum erfiðleikum I samskiptum við aðra. Má þar helst nefna tvær gagnstæðar þarfir sem unglingurinn hefur. Hann hefur þörf fyrir að vera frjáls og sjálfstæður og laus við of mikla stjórn af hendi fullorðinna. En hann hefur lika þörf fyrir að vera lítill og blíður og að fá stuðning frá mömmu og pabba. Þessi siðarnefnda þörf er oft ómeðvituð. Þessar sveiflur á milli þess að vilja vera stór og lítill valda oft árekstrum á milli unglings og foreldra. En þessar sveiflur eru hins vegar engan veginn nægjanleg skýring á þeim miklu mótmælum sem unglingar sýna foreldrunum og árekstrunum samfara þeim. Þar er ýmisiegt annað að verki. Valdabarátta milli unglinga og foreldra Fram að unglingsárum hafa flestir foreldrar meira og minna ráðið yfir börnum sínum. Þeir hafa ákveðið flesta hluti fyrir börnin og stjórnað lifi þeirra: Börn eru sjaldan höfð með í ráðum þegar taka á ákvarðanir innan fjölskyld- unnar, ekki heldur þegar þær varða börnin sjálf. Það hafa verið foreldrarnir sem hafa haft völdin og stjórnað ferðinni. Árekstrar verða gjarnan á milli fólks þegar einn aðili ætlar að fá vilja sínum framgengt á kostnað hins aðilans. Þetta á einnig við um þá árekstra sem verða milli foreldra og barna. Hjá flestum uppalendum byrjar valdabaráttan við börnin mjög snemma. Barnið vill eitt, foreldrarnir annað, og annar aðilinn þröngvar sinni lausn I málinu upp á hinn. Oftast eru þaí foreldrarnir sem þröngva lausn sinrii upp á barnið. Hitt er þó til að börnif hafi svo að segja algjörlega tekið öll völd á heimilinu og stjórni því sem fram fer En börnin gefast gjarnan upp gagnvah foreldrunum, þvi það er við ofurefli a4 etja. Foreldrarnir eru bæði líkamlega of andlega sterkari en barnið og þeir geta hegnt og umbunað baminu eftir vild. Barnið er þvi algjörlega háð foreldrura sínum. Foreldrar eru margir hverjir háðit þeirri afstöðu í uppeldi að annaðhvod fái þeir sinum vilja framgengt við barníð eða að þeir tapi fyrir barninu. Þetta setfl oft er nefnt ..annaðhvort:-eða-afstaða veldur oft valdabaráttu milli foreldra ot barna.Þaðsem þau berjast um er: „Vinn égeða vinnur þú." Margir álita að árekstrar á milli unglinga og foreldra stafi að miklu leyti af því, að unglingurinn geri uppreisn gegn því valdi sem foreldramir haft beitt hann hingað til. Mótmæli unglingsins beinist að þeim uppeldisaðferðum sem hann hafi orðið að þola hingað til, aðferðum sem hafi ekki miðað að samvinnu á milli barna og foreldra, heldur aðferðum sem miðuðust aðallega að því að stjórna i börnum með valdi- Þvi hefur einnig verið sagt að ungling- arnir mótmæli í rauninni ekki foreldrum sinum, heldur þvi valdi sem foreldrarnif hafi beitt þá. 4 Vlkx— tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.