Vikan - 10.01.1980, Blaðsíða 48
Smósaga
STORI
BRÓÐIR
ElNN laugardagsmorgun mið-
sumars óð Tóti út í vör við Skerjafjörð-
inn á rauðum klofstígvélum, ýtti bát frá
landi og stökk upp á stefnið. Um borð
var yngri bróðir hans sem setti upp árar
og reri frá landi. Logn var á firðinum og
sól á heiðum himni.
Þetta var grunnur, opinn plastbátur,
hvitur að lit, með þrem rauðum þóftum
og svörtum rassmótor, sem var tíu hest-
afla Mercury. I botni bátsins lá viðar-
kassi fullur af handfærum. Bræðurnir
höfðu keypt bátinn af föður sínum um
vorið, róið um helgar en sjaldan fengið
neitt.
Tóti var tuttugu og sjö ára gamall
leigubílstjóri sem byrjaður var að fá
skalla. Hann hafði brún augu og beint
nef, var klæddur dökkblárri duggara-
peysu. Bróðir hans hafði sítt ljóst hár,
blá augu og hátt enni. Báðir voru þeir
langleitir. Bróðirinn hét Davíð en var
ætíð kallaður Dabbi. Dabbi var i hvitri
lopapeysu og snjáðum gallabuxum og
var nemandi í Verslunarskólanum.
Tóti kippti i spottann á rassmótornum
sem hrökk í gang. Þá tók hann stefnuna
til hafs og setti á fulla inngjöf. Faðir
þeirra veifaði úr fjörunni og þeir veifuðu
á móti. Vatnið frussaði til beggja hliða
og báturinn lyftist upp úr að framan.
Suðandi vélarglamrið virkaði svæfandi,
Dabbi lagöi sig frammi I stafni.
Þegar þeir fóru fyrir Suðurnesið kom
þung undiralda á móti þeim, það braut á
Kerlingarskerinu. Tóti hélt um skaftið á
mótornum og stýrði einbeittur á svip. Á
golfvellinum í Suðurnesinu elti maður
handsláttuvél. Uti á hafi sást skip á út-
leið, reyk úr skorsteininum lagði langar
leiðir. Hringinn I kringum Kerlingar-
skerið voru netabaujur grásleppukarl-
anna og frá gulu vörðunni, yst á nesinu,
að Gróttu var breitt belti. Lítið
útlit var fyrir að nokkur grásleppa
kæmist þar í gegn. Baujurnar vögguðu
letilega I morgunblíðunni, öldurnar frá
bátnum kaffærðu þær. Gróttuvitinn
trónaði yfir svæðinu eins og risastór
sígaravindill. Um borð var ekki hægt að
tala saman fyrir vélarskrölti.
Norður af Gróttu hægði Tóti á
vélinni og sagði:
„Hvar er þetta?”
Dabbi spratt á fætur og leit í kringum
sig.
• „Þú verður aö fara austar. Pabbi
sagði að vitann yrði að bera við íbúðar-
húsið.”
Þeir héldu ferðinni áfram. Eftir
stundarkorn drap Tóti á vélinni og sagði:
„Nú ber vitann við íbúðarhúsið. Hér
skulum við renna. Við getum alltaf fært
okkur.”
Þeir greiddu úr flæktum færunum.
Færin voru vafin upp á kefli sem voru
eins og hrossabrestur í laginu. Taumur-
inn var blátt gam en girni neðst, segul-
nagli á milli. Á hverju færi voru þrír
önglar með gúmmíbeitu, neðst var
ryðguð sakka.
„Pabbi sagði að hann hefði komið
hingað í níu daga áður en hann hafi
fundið holuna. En á níunda degi tók
hann eftir að það dýpkaði, færiö rann
lengra út og skyndilega komst hann I
gráðugan þaraþyrskling. Hann sagði að
maður yrði að vera handfljótur því
bátinn bæri fljótt yfir.
„En það rekur hægt núna,” sagði
Dabbi og slakaði færinu út.
Hann hafði gát á að önglarnir
kræktust ekki í lúkurnar. Dabbi var á
fremstu þóftunni en Tóti á þeirri öft-
ustu. Þeir renndu færunum út frá sömu
síðunni. Múkki settist á sjóinn í tveggja
metra fjarlægð.
„Sko, fugl. Þaö er sagt að þá sé fiskur
undir,” sagði Dabbi.
„Bull,” svaraði Tóti.
„Þú trúir ekki á neitt nema peninga.”
„Þeir svíkja engan.”
Þegar þeir höfðu dorgað um stund
sagði Tóti:
„Það er ekki branda hérna.”
„Við höfum ekki hitt á gatið.”
„Æi, þetta er bara lygi í gamla mann-
inum.”
„Ég veit það er fiskur hérna. Það er
bara aðdetta i hann.”
„Við skulum kippa," sagði Tóti og
byrjaði að hífa færið inn.
Þeir hringuðu línurnar á botninn í
bátnum. Línan nuddaðist við borðstokk-
inn og vatnið draup af henni.
„Ég held við ættum að fara nær
landi,” sagði Dabbi.
Þeir færðu sig nær landi en létu
vitann bera i íbúðarhúsið. Múkkinn
flaug upp og settist hjá bátnum á ný.
Undiraldan brotnaði á klettunum sem
voru norðan til á Gróttu. Reykjavfk var
að vakna í fjarska; þaðan heyrðist
þungur niður.
Dabbi lét færið renna sjálfkrafa út og
sagði þegar það koma I botn:
„Það er dýpra hérna.”
„Á.”
Augu Dabba stækkuðu og hann
hvislaði æstur:
„Það er verið að narta í hjá mér.”
„Það er bara straumurinn.”
„Nei. Ég er með fisk á,” öskraði
Dabbi og byrjaði að hifa færið inn með
miklum hamagangi.
„Það er fast i botni hjá þér.”
„Nehei.”
Skyndilega öskraði Tóti upp yfir sig:
„Ég er meö hann líka.”
Og hann byrjaði að hala titrandi lín-
una inn.
„Þessi fini þaraþyrsklingur,” sagði
Dabbi og vippaði rauðleitum þorski inn-
fyrir.
Múkkinn færði sig nær. Dabbi krækti
önglinum úr kjafti þorsksins og fleygði
færinu út I flýti. Tóti var líka með þara-
þyrskling. Dabbi kipptist við svo
minnstu munaði að hann félli kylli-
flatur.
„Ég er kominn með hann aftur.”
„Ég trúi þér ekki,” sagði Tóti og flýtti
sér að slaka færinu út.
„Dou you have að fisk, mister fix,”
sagði Dabbi, það lá við að hann springi
af monti.
„Það er allt morandi af fiski hérna.
Við verðum að blóðga fiskana, annars
festist blóðið við hrygginn og þá getum
viðekki selt þá.”
„Loksins hittum við á fisk.”
„Nú veiðum við upp í bensínkostnað í
sumar,” sagði Tóti.
Þeir innbyrtu hvern fiskinn á fætur
öðrum. Oft var fullur slóði; fiskur á
hverjum öngli. Þeir blóðguðu á meðan
færið rann út en höfðu ekki undan.
Þetta var hinn vænsti fiskur. Brátt var
komin botnfylli, þá horfði Tóti ýf'r
aflann og sagði:
„Við getum selt fisksalanum þennan
fisk og fengið stóran pening.”
Hver fiskurinn á fætur öðrum ran»
inn fyrir borðstokkinn. Brátt áttu þ«'r
erfitt með að fóta sig, báturinn var ekk'
hólfaður svo aflinn gat runnið fram oí
aftur í bátnum. Þorskarnir blökuðu
sporðinum og gleyptu loftið. Einn °í
einn fékk æðiskast og spriklaði allt hvað
af tók I smá tima. Þeir sáu á færunum að
það grynnkaði, skömmu seinna h®ttr
fiskurinn að taka. Bátnum var brugðið-
„Okkur hefur rekið yfir holuna.” :
„Nú förum við heim. Þetta er nóg.
sagði Dabbi.
„Nóg,” svaraði Tóti reiður. „Þetta er
ekki nóg.”
„Báturinn er drekkhlaðinn. Það er
skynsamlegra að hafa heldur minna en,
of mikið.”
„Við látum reka aftur yfir gatið. Bse'
þinn eldri bróðir og ég ræð.”
„Er hálft tonn ekki nóg? Þú getur ekk'
innbyrt alla fiskana sem eru í sjónum.'
„Loksins þegar við komumst I fisk viB
þú fara heim.”
Tóti trekkti vélina í gang og lónaði til
baka. Vélinni tókst ekki að lyfta bátnutn
upp úr að framan.
„Þú ert aldrei ánægður. Þessi græðgi i'
þér á eftir að drepa þig einhverá
tímann,” sagði Dabbi svekktur.
Þeir létu reka yfir holuna á ný. Dab?'
renndi færinu út letilega og sagði:
„Djöfulsins, andskotans, helvitis.”
Dou you have að fisk, mister fix, ;
sagði Tóti stríðnislega.
„Þegiðu.”
Þeir mokuðu fiski á ný. Sífellt seif
borðstokkurinn neðar og neðaf
Blóðugir þorskarnir flæddu um bátinn-
Veiðarfærakassinn fór í kaf. Dabb'
settist niður og sagði:
„Nú ber báturinn ekki meira.”
„Hertu þig upp og haltu áfram. Y'®
stórgræðum á þessum róðri.”
„Þú ert ekki með öllum mjalla, sve'
mér þá. Þú getur ekki hætt. Bor®
stokkurinn er fimm sentimetra ^
sjávarborði.”
„Ekki fimm sentimetra,” sagði Tóti oí
kikti út fyrir borðstokkinn. „Þetta et"
sex sentimetrar.”
„Pabbi sagði okkur að fara varlega-
„Við eigum bátinn, er það ekki.”
„Pabbi hefur aldrei hlaðið bátit"1
svona mikið.”
„Æi, hættu þessu voli. Haltu áfra"’
að dorga.”
„Þetta er gengið út f öfgar.”
„Maður verður að gripa tækifs"
þegar það gefst.”
Eftir Ásgeir Þórhallsson
48 Vikan 2. tbl.
Dabbi hífði færið inn og vafði því á
kefliðogsagði:
„Ég er hættur."
„Já, hættu bara en ég ætla að telja
fiskana sem ég veiði héðan í frá.”
Dabbi hugðist gera að aflanum en
fyrst ætlaði hann að ná i pipuna sem var
í úlpuvasanum frammi i stafni. Hann
klofaði yfir þóftuna og klöngraðist fram
i. reyndi að stinga fætinum niður á milli
fiskanna án þess að kremja þá. Nefið á
bátnum sökk niður og skyndilega rann
aflinn af stað, fram í bátinn. Dabbi
hrópaði upp yfir sig og reyndi að
stökkva til baka en það var of seint.
Stefnið stakkst á kaf og sjór flæddi inn.
Fiskar flutu upp.
„Báturinn er að sökkva. æpti Tóti.
skelfingu lostinn, og gretti sig í framan.
Hægt og sigandi sökk báturinn undan
fótum þeirra og kaldur sjór læstist um
þá. Rassmótorinn dró afturhlutann
niður í djúpið á undan. Það sást glitta i
hvitan bátinn þar sem hann sveif ofan i
blágrænt hyldýpið. Neðansjávar sáust
fjórir spriklandi mannsfætur standa
neðan úr sjávarfletinum. Þurr
Dabba flaut. Bensinbrák myndaðist i
kringum skelkaða mennina. Upp úr
djúpinu stigu loftbólur.
„Fiskarnir minir synda burt.” öskraði
Tóti og saup sjó. Dabbi reyndi að taka
sundtökin. Hann forðaðist Tóta þvi Tóti
baðaði út höndunum eftir einhverju til
aðgripa í.
„Sparkaðu klofstigvélunum af þér.
Þau eru að draga þig i kaf." kallaði
Dabbi.
„Mér er svo kalt." snökkti Tóti.
Mávarnir flögruðu yfir fiskunum sem
flutu i bensinblandaðri blóðbrákinni.
Ulpa Davíðs liðaðist umdir yfirborðið. Í
fjarska brotnaði undiraldan á Kerlingar-
skerinu.