Vikan


Vikan - 10.01.1980, Side 26

Vikan - 10.01.1980, Side 26
Fólk FEITA BARNIÐ sem varð kyntákn Það stendur ekki á Roger Moore að viðurkenna að það sé fyrst og fremst vegna útlitsins sem hann hefur komist áfram í kvikmyndaheiminum. Hæfi- leikar eru allt annað mál. Sjálfur tekur hann sig ekki alvarlega sem leikara, tekur fyrstur manna undir alla þá neikvæðu gagnrýni sem hann fær en visar þeirri góðu á bug sem hverjum öðrum brandara. Þó þykir það ekki fara á milli mála að hann eigi tölu- verðan þátt í velgengni nýjustu James Bond-myndarinnar, Moonraker. Þó Roger Moore sé nú í hópi fína fólksins, eins og það er kallað, þá er hann ekki fæddur sem slíkur og leið hans upp á stjörnuhimininn hefur ekki verið rósum stráð. Faðir hans var löreglumaður og um tíma stundaði hann nám við konunglega leiklistar- skólann í London. Engan sérstakan metnað hafði hann þó í þá átt að verða kvikmyndaleikari, eftir herþjónustu gerðist hann sölumaður og með tíð og tíma fékk hann eitt og eitt aukahlut- verk (aðallega vegna útlitsins). Gæfu- hjólið fór að snúast honum í hag þegar hann flutti sig um set og settist að í Bandaríkjunum. Hann gerði samning við MGM- kvikmyndafyrirtækið um að leika i kvikmyndinni The last time I saw Paris, en þar voru aðrir leikarar ekki af verri endanum, Elizabet Taylor og Van Johnson. Roger gleymir seint fyrsta vinnu- deginum í Hollywood: „Fyrsta vinnu- daginn minn bar upp á 1. april, þannig að það var hálfgertaprílgabb að ég skyldi yfirleitt byrja að vinna. Kvikmyndatakan snerist öll um Eliza- betu Taylor. Ég þurfti ekki að segja svo mikið, en mín mál leystust að mestu leyti þegar Van Johson var lát- inn skjóta mig skömmu fyrir hlé. Framleiðendurnir ætluðust til þess að ég liti vel út — ég skildi það aldrei almennilega þar sem ég hélt að Elizabetu Taylor væri borgað fyrir slíkt.” Einhverju sinni kom breskur gagn- Ungur maður í Hollywood. „Vertu sœtur," sögðu framleiðandurnir. 26 Vikan 2. tbl,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.