Menntamál - 01.03.1935, Page 14
12
MEN NTAMÁI>
siðafar kúgunarinnar eða lilýðninnar, sem á sviði rétt-
lætisins leiðir til þess, að blandað er saman þvi, sem er
rétt, og því, sem er fyrirslcipað, og leiða ennfremur til
fylgis við friðþægjandi refsingar. Hinsvegar er svo siða-
far hinnar gagnkvæmu virðingar, sem er sama sem siða-
far góðleikans og sjálfstæðisins, og leiðir á sviði réttlætis-
ins til þroskunar á jafnréttisliugarfarinu til fylgis við
réttlátar refsingar og til vinsamlegra viðskipta milli ein-
staklinga. En til þess að réttlætisvitund barnsins geti
þroskazt frá undirgefni- og friðþægingarstiginu til jafn-
réttis og sjálfstæðis, er samvinna á jafnræðisgrundvelli
nauðsynleg.
Loks skulu liér tilfærð nokkur ályktunarorð úr niður-
lagi hókar Piaget um uppeldisfræðilegar bendingar þess-
ara rannsókna: „Það er augljóst, að niðurstöður vorar
eru jafn andhverfar yfirdrottnunaraðferðunum, eins og
þeim aðferðum, að kenna hverjum einstaklingi úl af fyr-
ir sig. Það er eins og vér sögðum í sambandi við Durk-
heim, heimskulegt og jafnvel ósiðlegt, að vilja neyða upp
á börnin mótuðum kerfum af reglum, þegar félagslífið
meðal barnanna sjálfra er nægilega þroskað til þess að
skapa aga, sem stefnir óendanlega miklu nær siðgæðis-
hugmyndum fullorðinna manna. Það er sömuleiðis til-
gangslaust, að reyna að ummynda sálarlíf harnsins ut-
an að frá, þegar hneigðir barnsins sjálfs til lifandi rann-
sókna og löngun þess til samvinnu nægir til þess að
tryggja eðlilegan, andlegan þroska. Hinn fullorðni mað-
ur verður þess vegna að vera samverkamaður en eklci
yfirmaður, bæði i siðferðilegum og andlegum efnum.
Á hinn bóginn myndi það vera óhyggilegt, að treysta
á líffræðilegt eðli eitt saman til tryggingar hinni tvö-
földu þróun samvizku og skilnings, þar sem oss er Ijóst,
að hve miklu leyti allt siðgæði og öll rökvísi er ávöxt-
ur af samvinnu. Reynum þess vegna að gera skólana að
stað, þar sem tilraunastarf og íhugun einstaklingsins