Menntamál - 01.03.1935, Qupperneq 15
MENNTAMÁL
13
fær að njóta sín í samstarfi við aðra, og þar sem liver
hjálpar öðrum og bætir annan upp.“*)
III.
Rannsóknir Jean Piaget, sem stuttlega er drepið á liér
að framan, láta, eins og að líkindum fer, mörgum spurn-
ingum ósvarað eða liálfsvarað. En tvennum uppeldis-
fræðilegum meginatriðum virðast þær færa sannanir fyr-
ir, svo að óygggjandi má teljast:
1) Að uppeldi, sem byggist á einræði og yfirdrottnun
hinna fullorðna, er a. m. k. mjög ófullnægjandi og
að öllum líkindum skaðlegt, l)æði fyrir rökvisi og
siðgæði.
2) Að samvinna á jafnræðisgrundvelli er óhjákvæmi-
legt skilyrði fyrir þvi, að ýmsar mikilsverðuslu fé-
lagsdyggðir, s. s. heiðarleiki, sannsögli, sjálfstæði í
skoðunum og ást á réttlæti, geti þróast hjá hörn-
unum.
Ýmsir hafa af hygggjuviti sínu og persónulegri reynslu
þótzt sannfærðir um, að svona myndi þessu farið, en
þrátt fyrir það er ómetanlegt að fá þessar staðreyndir
sannaðar, og hlýtur að hafa í för með sér gagngerðar
breytingar á uppeldisháttum almennt, jafnskjótl og
kennarar og foreldrar hafa áttað sig á málinu. Ekki svo
að skilja, að hinn uppeldisfræðilegi vandi sé nema að dá-
litlu leyti leystur með þeirri vitneskju, sem í rannsókn-
unum felst, því að eftir er að vita, hvernig á að skapa
börnunum þau félagslegu skilyrði, sem bezt samrýmast
hinum sálfræðilegu kröfum. Úr þvi verður ekki skorið
nema með tilraunum, er vitanléga ber að beina í þá
átt, sem sálarfræðin gefur bendingar um.
Ef einhverjir kynnu að vilja draga þær ályktanir af
rannsóknum Piaget, að bezt myndi vera, að láta félags-
starfsemi barna alveg afskipta- og umbirðulausa, sýnist
*) Op. cit.