Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Page 17

Menntamál - 01.03.1935, Page 17
MENNTAMÁL 15 búa sem fvrst og bezt eðlilegar breytingar frá einhliða til gagnkvæmrar virðingar. Einkum ættu kennarar að nota þetta timabil til þess að hjálpa börnunum að skipu- leggja félagslíf sitt, þannig, að leikreglur barnanna verði þeim starfsreglur í skólanum, en kennarinn hvorttveggja í senn, leikfélagi og sjálfkjörinn leiðtogi, ekki vegna þess, að hann er eldri eða yfirmaður, heldur vegna yfirburða í hugkvæmni, ráðkænsku og þekkingu, svo og vegna þess, að börnin finna, að hann er nauðsynlegur bakhjarl til þess að halda uppi þeirri reglu, sem öllu sönnu frelsi er ómissandi. Með því að skipuleggja félagslífið, er hér vitanlega ekki átt við fundahöld einu sinni í viku eða eitthvað þvílíkt, heldur vinnuaðferð, sem nær til alls- skólastarfsins, livorl sem um það er að ræða að efla leikni, t. d. í lestri eða reikningi, eða að tileinka sér æðstu sannindi mannkynsins. I framhaldi af þessari grein hugsa eg mér að skýra frá nokkrum merkum lilraunum með sjálfstjórn skóla- barna. Sigurður Thorlacíus íslenzkur skortlýrafræílngur. Geir Gígja kennari. Leiðir skálda, listamanna og visindamanna liggja venjulega frá alfaravegum. Þessir menn draga sig út úr skarkalanum, ef þeir eiga þess nokkurn kost, meðan þeir vinna verk sín. Seinna koma þeir með árangur starfs síns fram í dagsljósið. Geir Gígja hefir farið á fjöll og um óbyggðir landsins, allvíða. Hann hefir grúsk- að í gjótum og skorningum, undir steinum, í mýrum og móum, mosaflám, í sjávarmálinu, við læki, vötn og ár, liveri og laugar, uppi við jökulrendur og inni á

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.