Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Side 69

Menntamál - 01.03.1935, Side 69
MENNTAMAT. (Í7 nemendunum. Og ef skólalífiö orkar svo á þá, aS þeir veröi viöbragösfljótari gagnvart því, sem menn þurfa aö átta sig á í daglegu lífi, þá er vel að verið. Þær námsgreinar, sem næst þessum eiga að koma í barnaskól- unum eru íþróttir, söngur, teikning og gagnleg handtök. List- ir og íþróttir, vísindi og verkleg menning valda hróðri þjóð- anna og þoka þeim áfram. Eitt af því fyrsta, sem Grikkir hinir fornu lögbuðu að unglingunum skyldi kennt var söngur. Jón biskup Ögmunds- son á Hólum fékk hingað til lands útlendan mann, til þess að kenna söng og versagerð, svo að i einum af hinum fyrstu skólum hér á landi hefir verið kenndur söngur. Og þetta var á þeim öldum, þegar menn urðu að strita myrkranna milli og meira en það, til þess að hafa í sig og á. Nú á tímum mega menn ekki með nokkru móti eyða 20 tímum úr sólar- hring í strit fyrir daglegu brauði. Þegar það er orðið al- mennt viðurkennt, hljóta menn að sjá, að það er nauðsynlegt að menn geti stundaÖ holla og góða tómstundavinnu. „Og það kvað Hggja vegur til hjartans gegnum magann,'* segir Stephan G. Stephansson. Þó að það kunni að vera satt, hefir á hinn bóginn verið sagt ,,að beinasta leið til hjart- ans liggi um eyrað“. Það er auðséð, að það ber að leggja stund á tónlistina. En það er innbrot í ríki tónlistarinnar að ætla sér að gerast þar verkamaður án þess að hafa fengið nauðsynlega undirbún- ingsmenntun. Þetta er ekki sagt, og ekki hægt að segja nein- um til hnjóðs. Því að þótt skólarnir hafi brugðist einhverjum, eru svo margir, sem afla sér þeirrar þekkingar á eigin spýt- ur, en í skólunum á að vera lagður grundvöllur að tónlistar- menningu. Eg mun nú reyna að gera hér grein fyrir því, við hver kjör söngurinn á að búa í barnaskólunum hjá okkur. Fyrst mun eg líta yfir þann bókakost, sem skólasöngurinn á við að búa og síðan athuga lítilsháttar framkvæmd kennslunnar, en að lokum minnast ögn á nokkrar nýjungar. 5*

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.