Menntamál - 01.06.1940, Side 40
38
MENNTAMÁL
neitt, sem gefi ástæðu til að svara henni öðruvísi en játandi.
Og þar með er fyrstu spurningunni í raun og veru svarað.
En athugum þetta samt nokkru nánar. Höfuðverkefni
móðurmálskennslunnar er að gera börnin fær um að hag-
nýta sér þau menningarverðmæti, sem tungan er lykillinn
að, hvort sem þau eru í aðstöðu þess, sem þiggur, eða þess,
sem gefur, og hvort sem um talað eða ritað mál er að ræða.
Ýmsar ytri og innri aðstæður ráða því, hversu langt tekst
að komast á þeirri braut. En hvort sem haldið er langt
eða skammt, liggur leiðin að þessu marki fyrst og fremst
gegnum algengasta orðaforða málsins, og er það augljóst,
Það verður því tæplega deilt um nauðsyn þess, að hann
sé vel numinn og æfður.
Kemur þetta greinilega í ljós, ef athugaðir eru einstakir
þættir móðurmálsins, sem skólarnir glíma við að leysa á
viðunandi hátt, t. d. framburður og stafsetning.
Eins og þeir vita, sem til þekkja, er framburði margra
barna harla áfátt. Eru það aðallega hljóðvillur og ýmis
konar latmæli, sem mest ber á. Þessi mállýti koma greini-
legast í ljós og særa mest heilbrigðan málsmekk, þegar
orðum, sem oft eru notuð, er þannig misþyrmt. Á sama
hátt eru þær ritvillur hvimleiðastar og háskalegastar, sem
sí og æ eru endurteknar í mörgum algengustu orðunum.
Það eru t. d. vafalaust verri og stærri málspjöll að rita:
s£m, þzgar, lefa, sömar, hust, guöð, kulluð, /cvurnin o. fl. o. fl.
í stað: sem, þegar, lifa, sumár, haust, guð, kölluð, hvernig,
heldur en þó að flaskað sé á orðum eins og slyddubylur,
fjölkynngi, himinninn o. fl vandrituðum orðum. Skyn-
samlegasta leiðin til að útrýma þessum málgöllum, er vafa-
laust sú að ganga beint til verks og æfa framburð og staf-
setningu þessara orða, ekki nokkrum sinnum, heldur hvað
eftir annað með skipulögðum endurteknum æfingum, þar
til þau eru lærð til fulls. Ætti það að vera augljós vinnu-
sparnaður, auk þess sem vænta mætti betri árangurs.
Einfalt dæmi sýnir þetta vel: