Menntamál - 01.06.1940, Síða 51

Menntamál - 01.06.1940, Síða 51
MENNTAMÁL 49 diktsson, og Mr. Little mun vera sömu skoðunar. En ís- land á sannreynda vini þar sem þau hjónin eru, hvar sem leið þeirra liggur. Birgir. Thorlacius. ÁRNl M. RÖGNVALDSSON: Til athugunar Á síðustu áratugum hafa orðið miklar og stórstígar framfarir á sviði barnafræðslunnar í landinu. Nýjar kröfur til barna og kennara hafa vaxið að mun. Fræðsla barna hefir orðið fjölþættari og fullkomnari og menntun kennara stórum aukizt. Skólar hafa verið reistir og kennslu- fyrirkomulag breytzt. Nýjar og fullkomnari aðferðir eru reyndar, til að ná sem beztum árangri. Samt sem áður veröum við barnakennarar að lifa við þá dapurlegu reynslu, að starf okkar nær ekki þvi takmarki, sem við óskum eftir og viljum ná, bæði hvað fræðslu snertir og uppeldisleg áhrif. Orsakirnar, sem til þess liggja, eru margar og oft erfitt að komast í veg fyrir þau vandkvæði, sem af þeim leiða. Ástæðan mun þó oft vera sú, að undirbúningsfræðsla barna fyrir 10 ára aldur er ófullnægjandi og uppeldið mis- heppnað. Á þessu sviði eru misstigin spor of almenn til þess að kennarastéttin geti látið sig þau litlu skipta. Vand- ræðin, sem af þeim hljótast, koma oft hart niður á kenn- urunum, þó börnunum sjálfum sé það verst. Á ári hverju kemur fjöldi barna hálflæs eða stautandi í skólann um 10 ára aldur. Þó er lesturinn undirstöðuatriði flestra annarra námsgreina og þvi ekki að búast við mikl- 4

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.