Menntamál - 01.10.1949, Síða 31

Menntamál - 01.10.1949, Síða 31
MENNTAMÁL 89 frá starfsemi skrifstofunnar til að gefa nokkra hugmynd um, hvernig þar er starfað. Rúna var 13 ára og var send frá skólanum til rannsóknar sökum hnupls og sökum þess, hve illa námið sóttist. Hún hafði verið sett í sérstakan bekk fyrir treggáfuð börn. Það var líka vitað, að heimili hennar var að einhverju leyti ábótavant. Við rannsóknina kom í ljós, að móðirin dó, þegar Rúna fæddist. Faðirinn var sjómaður, sem drukknaði á stríðsárunum. Þrjú fyrstu árin var Rúna á mjög lélegu heimili hjá vandalausum. Þá tók frænka hennar hana að sér, og var hún þá mjög stutt komin á þroskabrautinni og gat varla talað. Frænkan segir, að Rúna hafi alltaf verið erfitt barn. Það hefur verið erfitt að halda henni heima, og hún hefur haft meiri mætur á nágrönnunum en heimilisfólkinu. Hún hefur baktalað frænku sína, til dæmis sagt, að hún fengi lítið að borða og fleira og fleira. Frænkan segir, að Rúna eigi þó betra at- læti en flestir aðrir, og er sannfærð um, að hún hafi erft hina erfiðu skapgerð föður síns. Hún segir einnig, að sitt eigið barn sé þægt og allt öðru vísi en Rúna. Kennari Rúnu segir, að fyrr hafi henni gengið námið mjög illa, en hún sé nú með þeim beztu í sínum bekk. (Það var sérstakur bekkur fyrir treggáfuð börn). Hann telur Rúnu yfirleitt þæga og góðhjartaða, en segir, að hún hafi einstöku sinnum tekið smápeninga frá bekkjarsystrum sínum. Bekkjarsystir Rúnu segir, að hún sé mjög ófrjáls, sé haldið heima og bannað allt. Sjálf er Rúna feimin og hlédræg og þorir varla að tala í fyrstu. Hún segir, að sér leiðist að biðja frænku sína um mat. Hún segir, að sér finnist frænka sín alltaf vera vond við sig og sér sé oft refsað. Hún hefur oft óskað þess, að frænkan væri eins gagnvart henni og foreldrar hinna barn- anna eru gagnvart sínum börnum. Hún álítur, að frænk- unni þyki ekki vænt um sig, og vill helzt flytja frá henni.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.