Menntamál - 01.10.1949, Síða 24

Menntamál - 01.10.1949, Síða 24
82 MENNTAMÁL Við kennarar, sem aldir erum upp eftir kokkabók gamla tímans, erum úttroðnir af hugmyndum um, að við séum ekki menn með mönnum, ef við vitum ekki sína ögnina af hverju um allt milli himins og jarðar. Við verðum að fleygja öllu þessu gamla drasli, sem við höfum reytt saman, fyrir ofurborð og gera okkur það ljóst, að lífið í kringum okkur er svo auðugt og margbreytilegt, að okkur gefst ekki tími til að sinna mörgu því, sem kalla mætti skreytivís- dóm (pynteviden). Námsbækurnar hafa að geyma allar helztu menntir, sem börnin kynnast. Þegar þær eru lesnar af gaumgæfni, hryllir mann við, hve börnin eru troðin út af mörgum innantómum og öldungis ónauðsynlegum þekk- ingaratriðum. Verið getur, að þetta efni hafi einhverju sinni átt erindi til barna, en nú er mikill hluti þess dauður og ómerkur (gatslitnar flíkur, eins og Carlyle mundi hafa komizt að orði). Dagblöð, heimsóknir á vinnustöðvar, í verksmiðjur, söfn, ferðir út í víðavang, í fjöruna og annað þessu skylt er miklu heillavænlegra til námsárangurs en fjöldi kennslu- bóka, og með þessu móti er hægt að sjá fyrir yfrið nógu námsefni. Þegar það, sem börnin heyra og sjá í blöðunum og á ferð- um sínum um nágrennið, er til umræðu, ber að leggja ríka áherzlu á að ræða við þau um það fólk, sem verður á vegi þeirra, hvers konar vinnu það stundar, og hvað þurfi að kunna til þess að stunda þá vinnu og hvers konar menntun- ar þau þurfi að afla sér, ef þau ætluðu sér að gera þessa vinnu að ævistarfi. Það er miJcilsvert, að kennarinn láti ekki á sér skilja, að ein atvinnugreinin sé fínni eða betri en önnur, heldur að hið eina, sem máli skiptir, sé það, að sérhver maður stundi vinnu sína af samvizkusemi og ánægju. Börnunum mun smátt og smátt verða það Ijóst, hvað þau mundu geta gert sjálf, og til hvers hugur þeirra stendur. Það mun renna upp fyrir þeim, hvers virði falleg framkoma þ. e. vingjarnleiki, kurteisi og aðrar eftirsóknar-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.