Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 38
96
MENNTAMÁL
lokið úr 3. bekk, og yrði þá stúdentspróf ekki lokapróf
menntaskóla, og það mundi ekki veita rétt til innritunar í
háskóla. Til þess að hljóta þann rétt yrðu stúdentarnir að
stunda eins vetrar nám í menntaskóla til viðbótar. Náms-
fyrirkomulag þennan síðasta vetur er fyrirhugað allmjög
á annan veg en hina veturna. Þennan vetur eiga nem-
endur að leggja stund á miklu færri greinar en hina vet-
urna, en nema þær til þeim mun meiri fullnustu.
Rökin, sem tillögumenn færa fram fyrir þessu, eru í
stuttu máli á þessa lund: menntaskólana sækja nemend-
ur aðallega í tvennum tilgangi, sem sé 1) að búa sig undir
að stunda háskólanám 2) og að afla sér góðrar almennrar
menntunar án þess að ætla sér að stunda framhaldsnám í
háskóla. Báðum þessum hópum verða menntaskólarnir að
sinna, enda er nám beggja þjóðfélaginu gagnlegt. Hinir
síðarnefndu mundu ekki una sínu hlutskipti, nema þeir
fengju sína stúdentsnafnbót, en allar líkur væru til, að
þeir mundu sætta sig við að hætta námi að henni fenginni.
Hins vegar er þeim, sem ætla sér að stunda háskólanám,
talið nauðsynlegt að komast svolítið inn í byrjunaratriði
sjálfstæðs náms og vísindalegra vinnubragða, sem ekki er
hægt að koma við, meðan námstíminn er skiptur milli fjöl-
margra greina. — Yfirleitt er mikil áherzla á það lögð, að
kennslunni í menntaskólunum verði hagað miklu meira í
þá lund en nú tíðkast, að nemendum gefist kostur á að nema
sjálfstætt og vinna sjálfstætt.
Nefndin leggur til, að allróttækar breytingar verði gerð-
ar á fyrirkomulagi kennaramenntunarinnar. í áliti hennar
er náin grein fyrir því gerð, hverjum kostum sú stétt eigi
að vera búin og að hverju marki menntun hennar skuli
stefna. Af kennaranum er krafizt m. a., 1) að hann hafi
vilja og getu til að eiga nána samvinnu við foreldra, 2) að
hann hafi dálæti á börnum og skilning og áhuga á vanda-
málum og þroskaferli hvers einstaks nemanda, 3) að hann
hafi góða þekkingu á sálarfræði barna og unglinga; 4) að