Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 35

Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 35
MENNTAMÁL 93 ar fræðslulögum, verður ljóst, að munurinn er næsta lít- ill. Svíarnir gera þó ráð fyrir að hagnýta sálfræðileg próf og sömuleiðis að sérmennta kennara eingöngu til þess að kenna í þessari deild. Með því leggja þeir ríkari áherzlu á hið sérstaka uppeldishlutverk hennar en enn hefur gert verið hér á landi. Er okkur full þörf á að gefa því máli gætur, þar eð kennsla á þessu stigi er hérlendis tiltölu- lega nýleg viðbót og hefur of mjög verið miðuð við starfs- venjur og námskröfur þess skólastigs, sem til var á undan því þ. e. skóla fyrir 10—14 ára börn. Eldri deild barnaskólans (4.—6. bekkur) er einnig með mjög líku sniði og ráð er fyrir gert í okkar fræðslulögum. Aldur barnanna er hinn sami, bekkjafjöldi jafn, náms- greinar nærri því hinar sömu að breyttu breytanda, þ. e. sænska skipar að sjálfsögðu sama sess og íslenzka hjá okk- ur, og enska kemur í stað Norðurlandamáls. Þó er mikil áherzla lögð á kennslu í einni grein, sem lítt hefur verið rækt á voru landi, þjóðfélagsfræði. Eru þau fræði mjög í hávegum höfð þar í landi, enda munu Svíar standa flest- um þjóðum framar um félagslega menningu. — Deilda- skipting er engin á þessu stigi fremur en hér, heldur er öllum börnum ætlað sams konar nám, nema erlent mál (ensku) skal kenna þeim börnum, sem bezt eru fallin til bóknáms. Lagt er til, að bekkjakennsla haldist í þessari deild eins og yngri deildinni, að öðru leyti en því að til enskukennslunnar verði valdir sérmenntaðir menn í þeirri grein, þar sem því verður við komið. Þriðja stig skyldunámsins er gagnfræðaskólinn. Hann tekur einnig yfir þrjá vetur. Fyrirkomulag hans er allfrá- brugðið því, sem gert er ráð fyrir í okkar fræðslulögum. Ætlazt er til, að tveir fyrri bekkir hans verði að mestu leyti ósundurgreindir. Að vísu er lagt til nokkurt valfrelsi um námsgreinar, en skyldunámsgreinar eru svo margar, að vart getur orðið mikill tími aflögu frá þeim. Þær eru þessar: sænska, stærðfræði, kristin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.