Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 57

Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 57
MENNTAMÁL 115 fróður hann var um allar nýjungar, sem á döfinni voru um víða veröld í uppeldismálum. Hitt dæmið er frá sumrinu 1940. Var ég staddur á Isafirði þá dimmu daga, er Frakk- land var að falla í hendur nazistaherjum Hitlers. Virtist þá ekki annað sýnna en að sú örlagastund væri í nánd, að margra alda barátta hinna beztu manna með vestrænum þjóðum fyrir lýðfrelsi og mannréttindum væri að engu gjör. Fýsti mig að vonum að fylgjast með því, sem fram fór í þessum átökum. Varð ég þess brátt vísari, að enginn maður þar um slóðir kynni jafnglögg skil á því og Sigurð- ur, og leitaði ég því á fund hans. Hann hlýddi á útvarp frá Bretlandi, Þýzkalandi og Frakklandi jafnt á nóttu sem degi. Sátum við stundum við tækið fram á rauðan morgun. Æviatriði Sigurðar, sem eigi hafa verið talin hér að framan, voru þessi helzt. Um skeið vann hann við verzlun föður síns, 1921—1922 var hann kennari í Aðalvík, hvarf þá aftur að verzluninni. 1925—1926 kenndi hann við barna- skólann á Isafirði í stað Sigurðar Kristjánssonar alþm., en 1927—-1930 var hann skólastjóri í Arnardal í Skutuls- firði. Sumarið 1930 sigldi hann til Englands til að kynna sér nýjungar í kennslumálum, einkum smábarnakennslu, og 1932 hélt hann til Þýzkalands sömu erinda. 1930 réðst hann fastur kennari að barnaskólanum á ísafirði og þeirri stöðu gegndi hann til dauðadags 6. maí s. 1. í barnaskól- anum hafði hann einkum með höndum lestrarkennslu fyrir byrjendur. Hafði hann búið sér út sérstaka aðferð í þeim efnum, og fullyrða kunnugir, að sú aðferð hafi gefið góða raun. — Jafnframt þessu kenndi hann einnig tungumál við gagnfræðaskólann. 25. nóv. 1922 kvæntist Sigurður Hildi Matthíasdóttur, sem lifir mann sinn. Varð þeim sjö barna auðið, og eru tvö þeirra innan fermingaraldurs. Sigurður bar hinar ömurlegustu menjar eftir heilsutjón á unga aldri, og löngum átti hann við þráláta vanheilsu að stríða. Má af þessu ráða, að lífsbarátta þeirra hjóna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.