Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 37

Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 37
MENNTAMÁL 95 önnur deild þriðja bekkjar á að verða regluleg verk- námsdeild, öðrum þræði undirbúningsskóli að iðnnámi, en hinum til almennrar eflingar verklegri menningu. Kennslu- greinar í þessari deild eru fyrirhugaðar: a) verklegt nám, b) iðnfræði, c) almennar greinar, aðallega sænska, þjóð- félagsfræði og heilsufræði og d) leikfimi. Ætlazt er til, að iðnaðarmenn verði fengnir til kennslu í þessari deild. Þriðja deild þriðja bekkjar er jafnframt fyrsti bekkur menntaskóla, og er svo fyrirhugað, að hann geti hvort sem er heyrt til gagnfræðaskóla eða menntaskóla. Þessum eina bekk menntaskólanna er ekki skipt í deildir, en að honum loknum, skiptizt menntaskólinn í þrjár deildir. Ekki er það skylda allra að ljúka námi með burtfarar- prófi úr þriðja bekk gagnfræðaskóla. Ætlazt er til að nem- endum leyfist að fara úr öðrum bekk til framhaldsnáms í ýmsum sérskólum. Eins og áður var að vikið, er lagt til, að menntaskólar verði fjögurra ára skólar. Fyrirkomulagi fyrsta bekkjar- ins var lýst hér á undan. Þær þrjár deildir, sem taka við af þeim bekk, nefnast: 1) latínudeild, 2) almenn deild og 3) náttúru- og stærðfræðideild. Latínudeildin er hin eigin- lega máladeild. Almenna deildin er nýtt fyrirbrigði, og hefur ekki verið til áður í sænskum menntaskólum, og ég efast um, að hliðstæð deild sé nokkurs staðar til. Hefði ef til vill eins mátt nefna hana félagsfræðadeild. Auk sænsku, ensku og annars tveggja þýzku eða frönsku er þar aðal- áherzla lögð á þjóðfélagsfræði, sögu, landafræði, sálar- fræði, líffræði og heilsufræði. Er hún einkum ætluð þeim, sem búa sig undir að stunda störf félagslegs eðlis. Er stofn- un slíkrar deildar í fullu samræmi við hinn mikla áhuga á félagsmálum, sem ríkjandi er í Svíþjóð og áður var um getið. Eitt atriði í tillögunum varðandi menntaskólana er tals- vert frábrugðið því, sem hér þekkist og raunar annars staðár á Norðurlöndum. Lagt er til, að stúdentsprófi verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.