Menntamál - 01.10.1949, Page 64

Menntamál - 01.10.1949, Page 64
122 MENNTAMÁL Þingið felur S. í. B. í samráði við Barnaverndarráð íslands að' koma eftirfarandi tillögum og ályktunum á framfæri við ríkisstjórn og aðra aðila, er hlut eiga að máli. f. Vernd barna og unglinga. Það er skoðun uppeldismálaþingsins, að allmörg heimili til sjávar og sveita séu þess ekki umkomin að veita börnum fullnægjandi upp- eldisskilyrði, sem tryggi þeim eðlilegan þroska. Geta margs konar ástæður komið þar til greina, svo sem veikindi, vöntun á hjálp við innanhússtörf, hirðuleysi eða óreglu foreldra, þröngar og óhollar fbúðir, vöntun leiksvæða, illa hagnýtt húsrými o. s. frv. Afleiðingarnar verða líkamlegur, andlegur og siðferðilegur vanþroski, sem hamlar framförum við nám og vinnu og veikir barnið gegn siðferðilegum hættum. Þegar á það er litið, að miklu varðar um framtíð barnanna, að uppeldið takist sem bezt á hinum fyrstu sex til sjö árum ævinnar, er nauðsynlegt, að börnum bjóðist á þessu æviskeiði holl og marg- breytileg viðfangsefni við þeirra hæfi. Þingið beinir því til allra, er hér eiga hlut að máli, að vinna sem ötullegast að hinum mörgu aðkallandi viðfangsefnum barnaverndar- málanna. í því sambandi bendir þingið á eftirfarandi verkefni: a) Vöggustofum, dagheimilum og leikskólum sé komið upp svo mörgum, sem þurfa þykir í bæjum og þorpum. Ir) Hæfir menn séu ráðnir til að koma á skipulagðri leiðbeiningar- starfsemi meðal foreldra um uppeldi barna. Sé þannig komið í veg fyrir mistiik, er ella geta haft slæmar afleiðingar. c) Leikvöllum sé fjölgað í bæjum og þorpum og nýtt til hlítar þau uppeldisskilyrði, er þeir hafa að bjóða, t. d. með þvi að búa þá sem hentugustum tækjum og staðsetja þá þannig, að börn þurfi ekki að sækja til þeirra langt frá heimilum sfnum. d) Tómstundaheimili handa börnum á skólaskyldualdri verði stofn- uð svo víða sem þurfa þykir. e) Tómstundavinna og félagsstarfsemi í skólum og hjá ýmsum félögum, sem starfa fyrir unglinga, sé sem mest miðuð við það, að at- hafnaþrá hvers einstaklings sé fullnægt með fjölbreytilegum viðfangs- efnum. f) Við endurskoðun á námsskrám fyrir barna- og unglingaskóla' námsefni stilh svo í hóf, að daglegur starfstími nemendanna sé í sam- ræmi við aldur þeirra og þroska og þannig komið í veg fyrir, að vinna sú, sem heimtuð er af nemendunum verði of mikil. g) Verknámsdeildir séu sem lyrst stofnaðar við framhaldsskóla landsins. h) Haldið sé áfram þeirri viðleitni nokkurra bæja- og sveitarstjórna

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.