Menntamál - 01.10.1949, Page 42

Menntamál - 01.10.1949, Page 42
100 MENNTAMÁL Allt var þetta myndarlegt fólk á bezta aldri. Yngst voru þau Slettemarkshjónin, bæði innan við þrítugt. Berge og Rotnes komu með síldarbát til Siglufjarðar og þaðan landleiðina til Reykjavíkur að kvöldi 30. júní, en hin fjögur komu flugleiðis 1. júlí. Stjórn S. í. B. hafði skipað móttökunefnd í vetur, er hafa skyldi á hendi allt er varðaði undirbúning og fram- kvæmd heimsóknar þessarar. Nefndina skipuðu: Arngrím- ur Kristjánsson, skólastjóri, formaður, frú Arnheiður Jónsdóttir, kennari við Kennaraskólann, Guðjón Guðjóns- son skólastjóri, Ingimar Jóhannesson og Jón Sigurðsson skólast j óri. Nefndin hafði upphaflega ætlað að vista gestina á ýms- um heimilum í bænum, en hvarf frá því ráði. Bjóst við að gestunum mundi þykja skemmtilegra að búa að einhverju leyti saman. Voru fengin 2 herbergi í Miðbæjarskólan- um til íbúðar handa karlmönnunum, en kennslukonurnar bjuggu hjá frú Arnheiði Jónsdóttur og Guðjóni Sæmunds- syni húsasmíðameistara, Tjarnargötu 10 C. Svo snæddu þeir allir miðdegisverð saman í Tjarnarkaffi, þegar þeir voru ekki á ferðalagi, eða gestir einstakra kennara sem oft kom fyrir. Var einhver nefndarmanna með þeim að mál- tíðinni og til leiðbeiningar í bænum. Hlutverk þeirra var auðvitað að kynna gestunum land og þjóð svo vel sem hægt var á svona stuttum tíma. Var það gert með íerða- lögum, kvikmyndasýningu, samsætum og heimsóknum i skóla og til einstaklinga eftir því sem tækifæri gáfust. Var hver dagur áskipaður, en þess þó jafnan gætt að gestirnir hefðu nokkurt frjálsræði. Skal nú sagt frá því nokkru gjör. Ferffalög. Fyrsta daginn var farið upp að Reykjalundi og skoðaðar allar framkvæmdir þar og gengið um staðinn. Fannst gest- unum mjög til um það allt, bæði framkvæmdirnar og fyrir-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.