Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 42

Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 42
100 MENNTAMÁL Allt var þetta myndarlegt fólk á bezta aldri. Yngst voru þau Slettemarkshjónin, bæði innan við þrítugt. Berge og Rotnes komu með síldarbát til Siglufjarðar og þaðan landleiðina til Reykjavíkur að kvöldi 30. júní, en hin fjögur komu flugleiðis 1. júlí. Stjórn S. í. B. hafði skipað móttökunefnd í vetur, er hafa skyldi á hendi allt er varðaði undirbúning og fram- kvæmd heimsóknar þessarar. Nefndina skipuðu: Arngrím- ur Kristjánsson, skólastjóri, formaður, frú Arnheiður Jónsdóttir, kennari við Kennaraskólann, Guðjón Guðjóns- son skólastjóri, Ingimar Jóhannesson og Jón Sigurðsson skólast j óri. Nefndin hafði upphaflega ætlað að vista gestina á ýms- um heimilum í bænum, en hvarf frá því ráði. Bjóst við að gestunum mundi þykja skemmtilegra að búa að einhverju leyti saman. Voru fengin 2 herbergi í Miðbæjarskólan- um til íbúðar handa karlmönnunum, en kennslukonurnar bjuggu hjá frú Arnheiði Jónsdóttur og Guðjóni Sæmunds- syni húsasmíðameistara, Tjarnargötu 10 C. Svo snæddu þeir allir miðdegisverð saman í Tjarnarkaffi, þegar þeir voru ekki á ferðalagi, eða gestir einstakra kennara sem oft kom fyrir. Var einhver nefndarmanna með þeim að mál- tíðinni og til leiðbeiningar í bænum. Hlutverk þeirra var auðvitað að kynna gestunum land og þjóð svo vel sem hægt var á svona stuttum tíma. Var það gert með íerða- lögum, kvikmyndasýningu, samsætum og heimsóknum i skóla og til einstaklinga eftir því sem tækifæri gáfust. Var hver dagur áskipaður, en þess þó jafnan gætt að gestirnir hefðu nokkurt frjálsræði. Skal nú sagt frá því nokkru gjör. Ferffalög. Fyrsta daginn var farið upp að Reykjalundi og skoðaðar allar framkvæmdir þar og gengið um staðinn. Fannst gest- unum mjög til um það allt, bæði framkvæmdirnar og fyrir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.