Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL 75 auðvelda stafsetningu málsins að mun. En ef samt sem áður skyldi miða ritháttinn við stofna orða og skrifa d, ð og t á undan s og rita t. d. vondska, gæðska og vitska, þá skilst mér það lítt til bóta. Sams konar vandkvæði og við notkun z eru einnig í mið- mynd sagna með s eða ss á undan t í stofni. Þá skal rita t. d. hann hefir festst, þeir hafa hresstst og þau hafa kysstst. Þetta st í endingu ritháttar þessara orða heyrist vart í framburði. Þarf sérstaka aðgæzlu til að fara hér rétt með samkvæmt reglunum. Skilst mér, að hér vera um þau sker að ræða, sem bezt sé að sigla fram hjá, þ. e. a. s. sneiða hjá orðmyndum þessum og umrita hugtakið, sem í þeim felst. Læt ég svo útrætt um z-una. Því skal aðeins bætt við, að auðvelda ritháttinn með takmörkun á notkun z. Hvernig verður markalínan dregin þannig, að vel fari? 5. Um fimmta atriðið skal ég ekki vera langorður. Vil ég þó sýna, hvað ég á við með því að nefna „ófullnægjandi skýringar". Það kemur oft fyrir, að þó aðalmynd orðs sé ekki vand- rituð, þá geta sumar beygingarmyndir þess verið það. Stafsetningarorðabækurnar sýna ýmsar þessar myndir, en ekki nógu margar. Vafasöm orð um rithátt koma fyrir í orðatiltækjum Að bjóða birginn, að vinna fyrir gýg, að eitthvað sé á seyði. Hér veltur á því, hvort rita skal i eða y, i eða ý, ei eða ey. Með hliðsjón af orðabókunum rita ég þau svona. En þó virðist hér einhver vafi á. Hann þarf að hverfa, og staf- setningin að verða ákveðin. Að eitthvað sé við líði, þ. e. haldist við, er mér óljóst hvernig rita skal (í eða ý?) Sum orð eru til í tveimur myndum, svo sem afrétt og afréttur, þrýsting og þrýstingur. Orðabækurnar sýna báð- ar myndir orðanna, en ákveða ekki, hvora fremur beri að nota. Þrýsting og þrýstingur eru sitt í hvoru kyni, en vafi virðist á um kyn orðsins afréttur. Mun þó eiga að vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.