Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL 67 framburð þeirra. Síðan er einkum dvalið við samanburð á stafsetningarreglum frá árinu 1918 og núgildandi reglum um sama efni. Aðalmunurinn er sá, að nú skal rita é fyrir je og í öðru lagi miða rithátt meira við orðstofna en áður. Gætir þess einkum um tvöföldun samhljóða, þar sem tveir eru í stofni, þó að eigi heyrist nema einn í venjulegum framburði, svo sem hollt af hollur, en holt af holur. Sama gildir um notkun z. Hana skal nú rita í miklu fleiri orð- myndum en áður í stað ds, ðs og ts, þar sem s eitt heyrist í framburði. 1 ritgerð þessari gerir M. F. grein fyrir því, hversu al- mennt nýju reglunum sé fylgt í rithætti. Vonar hann, að innan skamms náist það æskilega takmark, að allir íslend- ingar riti orð móðurmálsins á sama veg, og gerir tillögur um, að efld sé sóknin að því marki. Á hinn bóginn telur einn helzti fræðimaðurinn og fræð- arinn í þessum efnum (B. Guðf.), að enn ríki „ófremdar- ástand“ í stafsetningu málsins. Hafa þó nýju reglurnar verið í gildi um tvo áratugi, og nokkrar kennslubækur, og að mörgu leyti góðar, verið gefnar út til fræðslu um staf- setninguna. Eru þær helztu nefndar hér að framan. Mér skilst, að áðurnefnd ummæli B. Guðf. hafi við rök að styðjast. Ég hefi veitt því eítirtekt, að stafsetning margra orða er mjög á reiki, jafnvel hjá ýmsum, sem í að- alatriðum fylgja núgildandi stafsetningarreglum. Miða ég aðeins við það, sem sést í blöðum og bókum. Þetta bendir eigi til þess, að von sé um fullt samræmi í stafsetningu í náinni framtíð. Til þess eru óefað ýmsar ástæður. Ég tek aðeins eina þeirra til athugunar. — Hún er sú, að mér skilst, að grundvöllurinn til reglulega sam- ræmdrar stafsetningar sé illa lagður í áðurnefndum fræðslugögnum (bókunum, sem þó eru að mörgu leyti skýr- ar og góðar). Reglurnar um é og tvöföldun samhljóða læt ég þó að mestu óáreittar. Má þó finna dæmi þess, að eigi sé ljóst,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.