Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 46

Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 46
104 MENNTAMÁL bauð forstöðukona húsmæðrakennaraskólans, fr. Helga Sigurðardóttir öllum ferðafélögunum til kaffidrykkju í húsakynnum húsmæðraskólans að Laugarvatni, þar sem hún dvaldi með nemendur sína. Sýndi hún gestum húsa- kynni skólans og skýrði starfshætti húsmæðraskólans. Veitt var þarna af mikilli rausn og myndarskap. Voru margar ræður fluttar undir borðum og sungið á milli. Var þetta skemmtilegt kvöld. Heyrðist talað bæði íslenzka, norska, danska og — skandinaviska! Daginn, sem gestirnir voru um kyrrt í bænum, buðu ýms- ir einstaklingar til kvöldverðar eða kaffidrykkju. Áður hefur verið nefnd heimsókn í Hafnarfjörð til Guðjóns Guðjónssonar skólastjóra og miðdegisverðarboð fræðslu- málastjóra að Þingvöllum, þar sem veitt var ágætlega og fræðslumálastjóri bauð gesti velkomna með hlýju ávarpi. Einnig höfðu þeir skólastjórarnir A. Kr. og Jón Sig. kvöld- verðarboð fyrir gestina á heimilum sínum og frú Arnh. Jónsdóttir bauð til kaffidrykkju daginn, sem farið var til Þingvalla. Alstaðar voru íslenzkir kennarar boðnir með og alstaðar mættu gestirnir vinsemd og alúð af hálfu hús- bændanna. Var mikið talað og skipzt á skoðunum um mál- efni dagsins, en þó mest um aðaláhugamálin: uppeldi og skóla. Er áreiðanlegt að bæði í þessum heimboðum og á ferðalögunum fór fram mikilsverð, gagnkvæm kynning, sem þátttakendum var bæði til gagns og gleði. Það var spurt og svarað á víxl, bæði um íslenzk og norsk efni, tölu- vert sungið á báðum málunum og farið með stökur og ljóð. Var jafnan létt yfir hópnum og auðséð og fundið, að menn nutu þess að kynnast og vera saman. Þeir fundu áreiðan- lega til skyldleikans bæði í þjóðerni og starfi. Þriðjudaginn 12. júlí var kveðjusamsæti í Tjarnar- kaffi. Sóttu það um 70 manns, flest kennarar og skyldulið þeirra. Mátti það heita góð aðsókn, þegar sumarleyfatími stóð yfir og flestir fjarverandi úr bænum. Samsætinu stjórnaði Jón Sigurðsson skólastjóri, því að form. mót-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.