Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 25

Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 25
MENNTAMÁL 83 verðar dygðir eru. Og það er ómetanlegt, að þau uppgötvi þetta sjálf. Öll börn hafa andstyggð á beinum siðaprédik- unum og þær ganga að jafnaði ekki frekar í þau en vatni sé stökkt á gæs, en ef þau komast sjálf að raun um, hvers virði dygðirnar eru, munu þau ef til vill temja sér þær með eðlilegu móti. IV. Kennslugögnin. Rétt er að nota myndir og hluti að svo miklu leyti sem auðið er við kennsluna jafnt í æf- ingagreinunum sem lesgreinunum. Margra ára starf mitt í sérskóla bæði við kennslu og skólastjórn hefur fært mér heim sanninn um það, að alltof litlum tíma er að jafnaði varið til að innræta grundvallar- atriðin. 1 reikningi til að mynda er ráðizt í það að læra töflu í gríð og erg. Slíkt krefst sannarlega ætíð mikillar þjálfunar og verður oft andlaust stagl innantómra orða. Börnin hafa enga hugmynd um þann veruleika, sem fólginn er í tölunum. í stað þess ætti börnunum að gefast kostur á að bera saman hluti, finna mismun, meta stærðir, lengdir og þunga, kaupa og selja og yfirleitt að fást við hluti. Nú sést helzt ekki annað notað til sýnikennslu í reikningi en fingur og kúlur á vír. Manni verður á að spyrja: Hafa þá María Montessori og Ovide Decroly til einskis lifað? Að jafnaði tekst að temja sérskólabörnunum nokkra tækni í reikningi, en þegar þau eiga að fara að beita þessari kunnáttu við hagnýt viðfangsefni, fer oftast nær allt út um þúfur. Ég var fyrir skemmstu vitni að því, sem hér segir: Kennslukona, sem var mjög duglegur reikningskenn- ari, hafði kennt börnunum þessa þulu: ,,Þegar eitthvað stækkar eða hækkar á ég að margfalda. Þegar eitthvað smækkar eða fækkar, á ég að deila.“ Þegar eitt barnanna í 12 ára deild hafði lesið upp dæmi, horfði kennslukonan vingjarnlegum rannsóknaraugum á það og spurði: Stækkar það eða smækkar? Einstöku barn gat svarað rétt (þó gátu þau ekki farið með töfraformálann), en önnur rugluðust svo algerlega, að þau gátu ekki sagt orð af viti. Þessi sömu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.