Menntamál - 01.10.1949, Page 25

Menntamál - 01.10.1949, Page 25
MENNTAMÁL 83 verðar dygðir eru. Og það er ómetanlegt, að þau uppgötvi þetta sjálf. Öll börn hafa andstyggð á beinum siðaprédik- unum og þær ganga að jafnaði ekki frekar í þau en vatni sé stökkt á gæs, en ef þau komast sjálf að raun um, hvers virði dygðirnar eru, munu þau ef til vill temja sér þær með eðlilegu móti. IV. Kennslugögnin. Rétt er að nota myndir og hluti að svo miklu leyti sem auðið er við kennsluna jafnt í æf- ingagreinunum sem lesgreinunum. Margra ára starf mitt í sérskóla bæði við kennslu og skólastjórn hefur fært mér heim sanninn um það, að alltof litlum tíma er að jafnaði varið til að innræta grundvallar- atriðin. 1 reikningi til að mynda er ráðizt í það að læra töflu í gríð og erg. Slíkt krefst sannarlega ætíð mikillar þjálfunar og verður oft andlaust stagl innantómra orða. Börnin hafa enga hugmynd um þann veruleika, sem fólginn er í tölunum. í stað þess ætti börnunum að gefast kostur á að bera saman hluti, finna mismun, meta stærðir, lengdir og þunga, kaupa og selja og yfirleitt að fást við hluti. Nú sést helzt ekki annað notað til sýnikennslu í reikningi en fingur og kúlur á vír. Manni verður á að spyrja: Hafa þá María Montessori og Ovide Decroly til einskis lifað? Að jafnaði tekst að temja sérskólabörnunum nokkra tækni í reikningi, en þegar þau eiga að fara að beita þessari kunnáttu við hagnýt viðfangsefni, fer oftast nær allt út um þúfur. Ég var fyrir skemmstu vitni að því, sem hér segir: Kennslukona, sem var mjög duglegur reikningskenn- ari, hafði kennt börnunum þessa þulu: ,,Þegar eitthvað stækkar eða hækkar á ég að margfalda. Þegar eitthvað smækkar eða fækkar, á ég að deila.“ Þegar eitt barnanna í 12 ára deild hafði lesið upp dæmi, horfði kennslukonan vingjarnlegum rannsóknaraugum á það og spurði: Stækkar það eða smækkar? Einstöku barn gat svarað rétt (þó gátu þau ekki farið með töfraformálann), en önnur rugluðust svo algerlega, að þau gátu ekki sagt orð af viti. Þessi sömu

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.