Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 21

Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 21
MENNTAMÁL 79 1% barnanna, nú sækja 2°fo slíka skóla. Og það er víst og áreiðanlegt, að enn þá njóta ekki öll þau börn, sem þess þarfnast, kennslu í þessum skólum. Það er mjög mikilsvert, að allir aðilar, bæði kennarar í aðalskólunum, forráðamenn ríkis og sveitarfélaga, en um fram allt foreldrar, geri sér það Ijóst, að í hverju þjóðfélagi er að finna mikinn fjölda slíkra barna, og að það sé höfuð- nauðsyn, að þau séu uppgötvuð í tæka tíð bæði vegna þeirra sjálfra og þjóðfélagsins. Með því eina móti er hægt að veita þeim þá hjálp, sem þau þarfnast, þá kennslu og þá tamn- ingu til að lifa og verða heimavön í því flókna samfélagi, þar sem þau eru borin og barnfædd. Frá náttúrunnar hendi eru þau víðs fjarri því að vera við því búin að lifa í slíkum félagsskap. Þjóðfélagið verður því að læra að taka við þess- um börnum sínum, sem verða að vísu aldrei „máttarviðir mannfélagsins" (samfunnets stötter sbr. leiltrit Ibsens. Þýð.) í venjulegum skilningi, en ekkert er því til fyrir- stöðu, að þau geti órðið góðir og gegnir þegnar þjóðfélags- ins. Þau njóta sín svo aðeins, að þeim lærist að gegna ein- hverju hlutverki í lífinu. Ef það bregzt, er mikil hætta á því, að þau lendi á refilstigum, gerist glæpafólk eða slæp- ingjalýður til þyngsla og armæðu fyrir þjóðfélagið. Eins og nú standa sakir, er börnum þessum sleppt úr skóla 14—15 ára gömlum, þótt öllum, sem til þekkja, sé það fyllilega Ijóst, að þau eru alls ófær um að annast sinn hag. Það verður því að heldur litlu gagni, sem sérskólinn hefur fyrir þau gert, þó nokkuru að vísu. En það nægir hvergi nærri þessum flokki unglinga. Hvað skyldi þá eiga að gera? I. í fyrsta lagi verður að leita uppi öll þau börn, sem hjálpar þarfnast. í Danmörku benda hlutaðeigandi kennarar á þau börn, sem þeir telja eiga að sækja sérskóla. Að því búnu eru börnin rannsökuð af sálfræðingum eða sérmenntuðum kennurum. Ef áliti kennara barnsins og sálfræðingsins ber
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.