Menntamál - 01.03.1953, Page 28

Menntamál - 01.03.1953, Page 28
22 MENNTAMÁL í stöðum sínum en áður. Þá voru eilíf kennaraskipti öllu skólahaldi til ótrúlega mikillar óþurftar. — En starfsfólk skóla er fleira en kennarar einir. Einkum hafa ráðskonur heimavistarskóla mikilvægu hlutverki að gegna í þessu efni. Telur námsstjórinn mikla nauðsyn á því, að sérstak- ar menntunarkröfur séu til þeirra gerðar, engu síður en kennara. Ekki standi heldur á sama, hvernig ræstingar- fólk leysi sín störf af hendi. — „Úr því að við erum farn- ir að ræða um starfsfólk skóla, get ég ekki stillt mig um að minnast á einn aðila enn, og það eru skólanefndirnar,“ segir námsstjórinn. Misjafnt kveður hann það, hverja alúð skólanefndarmenn leggi í störf sín, en þeir, sem bezt standi í stöðu sinni, vinni skólunum ómetanlegt gagn, alveg sérstaklega sem meðalgöngumenn milli heimila og skóla, að ógleymdum þeim mikla þætti, sem þeir hafa átt í fram- kvæmdum t. d. í húsnæðismálum skólanna og aðbúð allri. Starfstími. Daglegur starfstími er allmisjafn, svo og árlegur. Sums staðar hefja skólar starf kl. 8 að morgni, á öðrum stöðum kl. 9—10. Sums staðar er starfi lokið kl. 3, annars staðar kl. 5—6. Fer það allt eftir aðstæðum. 1 bæjum, fjölmenn- um kauptúnum og þéttbýlum byggðarlögum eru skólahús yfirleitt tvísett og verður því að nota húsnæðið sem lengst dag hvern. í bæjunum þremur og enn fremur í Kópavogi og á Seltjarnarnesi starfa skólar 9 mánuði á ári, í kaup- túnunum 8 mánuði, en víðast hvar annars staðar 7 mán- uði, að undanteknum farskólum. I fámennustu farskóla- hverfunum stendur skólahald aðeins 4 mánuði. Ég spyr námsstjórann, hvaða áhrif honum virðist lengd skólahaldsins hafa á kunnáttu barnanna. Hann telur það ótvírætt, að í þeim skólum, sem lengst starfa, nái börnin að öðru jöfnu mestri leikni, sérstaklega í lestri og skrift. Þessi leikni hafi einnig áhrif á nám í öðrum greinum, vel

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.