Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL 79 óhugsandi að fella þá við prófborð á þessum tíma. Tvær leiðir að minnsta kosti eru til að komast hjá þessu. Önn- ur er sú, að nemendur geta að miklu leyti ráðið því sjálf- ir, hvaða námsgreinar þeir leggja stund á, þó með því skilyrði, að þeir sýni áhuga og nokkra hæfni á því sviði, sem þeir velja sér. í öðru lagi lýkur námi þeirra sjald- an með prófi, heldur með umsögn um það, hvernig nem- andi hefur starfað, hve mikla hæfni og áhuga hann hafi sýnt. Hins vegar er nemenda oft á það bent, að hann skuli heldur reyna aðra námsgrein en þá, er hann hefur valið, þar eð námsafrek hans í greininni séu svo léleg, að hann verði ekki samkeppnisfær á því sviði. Kennarar frá Norður-Evrópu höfðu orð á því, að þeim fyndist bólileg kunnátta nemenda í Bandaríkjunum á fremur lágu stigi og hygg ég að þetta sé rétt miðað t. d. við Norðurlönd og Holland. Þegar við minntumst á þetta við kennara þar vestra, svöruðu þeir, að við mættum ekki gleyma því, að bókleg kunnátta væri alls ekki mark- mið skólanna þar, heldur hitt að ala upp einstaklinga, sem verði heildinni eins nytsamir og mögulegt er, en þeir álitu að þar færi oft saman lífshamingja einstaklinga og áhugi og dugnaður í starfi. Þess vegna litu þeir svo á, að meginmarkmið skólanna væri að þroska dómgreind og sjálfstæða hugsun nemenda, tækni þeirra til verka, jafnt bóklegra sem verklegra, finna viðfangsefni, sem væru við hæfi nemenda þ. e. áhugaefni þeirra, og um- fram allt, kenna þeim og æfa þá í því að lifa þannig í þjóðfélaginu, að líf þeirra megi verða þeim sjálfum og samborgurum þeirra til sem mestrar hamingju og gagns. Bæjar- og sveitarfélög hafa mikla sjálfstjórn, og því er mikilsvert talið að glæða áhuga nemenda á þeim mál- um. Hjálpsemi við náungann er talin mjög mikils virði og lögð mikil áherzla á að temja nemendum að taka ætíð tillit til félaga sinna. Umsögn skólans um félagslegan þroska nemanda á vitnisburðarblaðinu mun oft vera tal-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.