Menntamál - 01.10.1953, Side 30

Menntamál - 01.10.1953, Side 30
96 MENNTAMÁL en í menningarþjóðfélögum. Þetta er bein og óhjákvæmi- leg afleiðing af aukinni tækni. Ef menn sækjast eftir kostum tækninnar, verða menn að sætta sig við þau óþæg- indi, sem hún hefur í för með sér. Þessi þróun mála gerðist ört hér á landi um og eftir 1940, og henni hefur ekki linnt síðan. Sést það gleggst á því, að aðsókn að framhaldsskólum jókst þá geysilega, einkum þó í bæjum og þorpum. Var svo komið sums staðar á landinu, að 80 af hverjum hundrað unglingum, sem lok- ið höfðu fullnaðarprófi, sóttu framhaldsskóla. Unglinga- og gagnfræðaskólar voru þá flestir miðaðir við bóklegt nám. Þó var nokkurt verknám upp tekið í ýmsum héraðsskólum og einstaka gagnfræðaskóla. Varðandi inntöku nemenda í sérskóla ríkti hinn mesti glundroði. Flestir þeirra héldu sérstök inntökupróf. Nem- endur komu þangað mjög misjafnlega undirbúnir, sum- ir einungis með barnaskólanám að baki, aðrir með gagn- fræðaprófi. Vegna þeirra, sem illa voru undirbúnir, þurftu skólarnir að verja miklum tíma og orku til al- mennra kennslugreina og gátu því minna lagt sig fram um kennslu í sérgreinum. Og þeir nemendur, sem vel voru undirbúnir, sátu verkefnalitlir, meðan undirstöðu- atriðum var troðið í félaga þeirra. Við Menntaskólann í Reykjavík var hin fræga 25 manna regla enn í fullu gildi. Þangað skyldi taka 25 nemendur í 1. bekk á ári hverju, hvorki fleiri né færri, hvernig sem á stóð. Mátti svo heita, að skólinn væri lokaður öðrum en þeim, sem gátu keypt sér dýra kennslu manna, sem þaulvanir voru að búa nemendur undir þetta sérstæða inntökupróf. Verður það ófremdarástand ekki rifjað frekar upp hér. En langminn- ugir eru þeir áhugamenn um skólamál ekki, sem hafa gleymt því með öllu. Hefur nú verið drepið á nokkur helztu vandamál ís- lenzkra skóla, um þær mundir sem síðasta skólalöggjöf var sett, sem sé:

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.