Menntamál - 01.10.1953, Síða 31

Menntamál - 01.10.1953, Síða 31
MENNTAMÁL 97 1. stóraukna aðsókn að framhaldsnámi, 2. fábreytilega námstilhögun í unglinga- og gagnfræða- skólum, 3. algert sambandsleysi milli almennra framhaldsskóla annars vegar og sérskóla og æðri skóla hins vegar. Þessum verkefnum þurfti milliþinganefnd í skólamál- um að gera skil. Skulu nú rakin og rædd nokkur höfuð- atriði úr tillögum hennar. SKÓLASKYLDA. Eitt fyrsta mál, sem nefndin þurfti að ráða fram úr, var, hvort skólaskylda skyldi lengd eða ekki. Um það efni voru skólastjórum og skólanefndum um land allt sendar fyrirspurnir. Voru þessir aðilar að miklum meiri- hluta því meðmæltir að lengja skólaskylduna. Það var sem sé mjög almennur dómur þeirra manna, sem mesta reynslu höfðu í þessum efnum, að sú ráðstöfun væri tímabær. Til skólaskyldu liggja einkum tvenn rök, vita önnur að þjóðfélagi en hin að einstaklingum. Skólaskyldu er ætlað að tryggja lágmarksfræðslu þegnanna þannig, að þjóð- félagið eigi hverju sinni völ á nægilega mörgu starfhæfu fólki. Viðurkennt er sem staðreynd í menningarlöndum, að því betur sem búið er að almennri uppfræðslu þeim mun betur nýtist þjóðfélögunum starfskraftar þegna sinna. Attlee, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, rök- studdi 10 ára skólaskyldu þar í landi með þeim orðum, að Bretar væru fámenn þjóð og þeim yrði því að nýtast kraftar hvers einstaklings sem bezt. í áliti því, sem fylgdi sænska frumvarpinu um sama efni, var sagt, að sænsku atvinnulífi hafi fram að þessu nægt 7 ára skólaskylda, nú nægði ekki minna en 9 ár. Þau rök, sem að einstaklingunum snúa, eru dálítið ann- ars eðlis. Segja má, að ekki muni þjóðfélagið, þótt fá-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.