Menntamál - 01.10.1953, Page 34

Menntamál - 01.10.1953, Page 34
100 MENNTAMÁL að samsvari iðnréttindum. Við skulum hugsa okkur hina fjölmennu stétt húsmæðra og kvenþjóðina yfirleitt. Verk- nám gagnfræðaskólanna er henni mjög hagnýtt. Hverjum heimilisföður er einnig nauðsynlegt að kunna að fara með smíðatól. Við skulum einnig minnast þeirra manna, sem vinna að því að koma sér upp þaki yfir höfuð. Ekki fást allfáir óiðnlærðir menn við einhvers konar vélar. Nokkur nasasjón af vélum getur valdið miklu um hagan- lega meðferð þeirra og umhirðu. Hún getur sem sé orðið þjóðhagslegt atriði. Og svo mætti lengi telja. Því er svo farið um margar iðnir, að þau tæki og tól, sem þær beita, eru ekkert barnameðfæri. Unglingar þurfa að hafa náð nokkurum aldri og þroska, áður en hægt er að fá þeim þau í hendur, ef lífsháski á ekki að stafa af. Ef við létum undir höfuð leggjast að gefa börnum og unglingum kost á því að stunda verklegt nám fram að þeim tíma, sem þau gætu farið að meðhöndla hin flóknu tæki, væri mikils misst. Verðmætur undirbúningur und- ir störf lífsins hefði farið forgörðum. Ekki vil ég heldur vanmeta þá gleði og nautn, sem flest ungt fólk hefur af því að fást við verklega iðju. Með því fullnægir það alveg ótvírætt heilbrigðri innri þörf til vaxtar og menningar. — Einar Magnússon benti réttilega á, að bóklegt nám þyrfti að vera almenns eðlis, áður en sérhæfing byrjaði. Þessi sannindi eiga jafnt við um verknám sem bóknám. Frá annarri hlið eru fræðslulögin sökuð um að hneppa allt skólastarf í viðjar bóklegs náms. Sú ásökun er harla óréttmæt, þar sem með þeim er gerð fyrsta verulega tilraun til að hefja verklegt nám til vegs og virðingar í almennum skólum hér á landi. Sú hugsjón að virða bæði menntun munns og handa virðist þó hafa staðið við vöggu íslenzkra skóla. 1 sögu Jóns helga er sagt um eina fyrstu menntakonu á íslandi, Ingunni Arnórsdóttur: „Kenndi hún mörgum grammaticam og fræddi hvern, er nema vildi. Urðu því margir vel menntir undir hennar hendi.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.