Menntamál - 01.10.1953, Qupperneq 35
MENNTAMÁL
101
Hún rétti mjög latinubækur, svo að hún lét lesa fyrir
sér, en hún sjálf saumaði, tefldi eða vann aðrar hann-
yrðir með heilagra manna sögum, kynnandi mönnum guðs
dýrð eigi aðeins með orðum munnnáms, heldur og með
verkum handanna.“
En enda þótt fræðslulögin hafi stuðlað að aukinni
fjölbreytni í námstilhögun, er það óefað enn þá ein mesta
veila í íslenzkum skólamálum, hve viðfangsefni og vinnu-
aðferðir eru lítt miðaðar við eðli og þarfir einstaklinga.
SKÓLAKERFI. LANDSPRÓF MIÐSICÓLA.
Með fræðslulögunum var komið á miklu nánara sam-
bandi og samstarfi með einstökum skólum og skólaflokk-
um en áður var, enda voru það skýlaus fyrirmæli frá
Alþingi og menntamálaráðherra til milliþinganefndar í
skólamálum, að starf skólanna yrði samræmt. Verður því
varla á móti mælt, að nauðsyn hafi borið til nokkurrar
samræmingar. Fyrir hitt ber ekki að synja, að í of mikilli
samræmingu er fólgin nokkur hætta, sem síðar skal lýst.
Hefur hún að minni hyggju einkum gert vart við sig að
einu leyti. Á ég þar við landspróf miðskóla. Ákvæði um,
að slíkt próf skuli haldið, er að finna í lögunum, en lítið
sem ekkert þar fram yfir. Mælt er að öllu leyti fyrir um
tilhögun þess í reglugerð, og sérstök nefnd annast fram-
kvæmdir. Við lögin er því ekkert að sakast annað en það,
hvort slíkt próf skuli haldið eða ekki.
Líklegt er, að landspróf verði seint framkvæmd svo,
að ekki verði fundnir á þeim meinlegir gallar frá sjónar-
miði skólamanna, enda eru það um fram allt þjóðfélags-
legar ástæður, sem liggja þeim til grundvallar.
Ágallar landsprófa eru einkum í því fólgnir, að mikil
hætta er á því, jafnvel svo að vart verður við ráðið, að
kennsla undir þau verði að verulegu leyti ópersónuleg og
vélræn. Þær kröfur, sem kennarinn verður að beygja sig
undir, eru svo hnitmiðaðar og strangar, að frjálsræði