Menntamál - 01.10.1953, Side 44

Menntamál - 01.10.1953, Side 44
110 MENNTAMÁL Ólafur hefur rækt kennslustörf sín af hrukkulausum vöndugleik og áhuga, sem aldrei hefur brostið. Hann lætur sér annt um farnað nemenda sinna, bæði náms- garpanna og þeirra, sem miður mega sín, kann að gera sér grein fyrir takmörkunum þeirra, krefst ekki meira af þeim en þeir eru menn til, en gengur vel eftir því, sem hann veit þá geta. Sambúðin við nemendur, ætla ég, að sé eins snurðulaus og unnt er með nokkurri sanngirni að krefjast. Kennsla hans er ljós og lifandi, oft krydduð þægi- legu gamni, sem gerir nemendum gott í skapi, og þó traust- leg og föst í sniðum. Fræðsluáhuga sinn flytur hann með sér inn í kennslustundir og miðlar af honum öllum þeim, sem gæddir eru skyni til að njóta slíks. Hann er ætíð boðinn og búinn til hverra þeirra starfa, sem nauð- syn stofnunarinnar krefst, og hann gengur að þeim öll- um með sama hugarfari. Hann tekst jafnmöglunarlaust á hendur kennslu þeirra, sem minnsta hafa námsgetu og þeirra, sem hafa hana mesta, og hann sýnir, að hann er maður fyrir hvorutveggja. En Ólafur hefur lagt víðar hönd að verki en í skólun- um. Hann tekur þátt í stjórnmálum og félagsmálum, og einnig hefur hann lagt allmikla stund á ritstörf. Meðal annars var hann um skeið ritstjóri Menntamála, og hann hefur samið kennslubók þá í mannkynssögu, sem nú er kennd til landsprófs miðskóla. Mér eru vitaskuld kunn- ust og hugleiknust störf hans í Flensborgarskóla. Fyrir þau flyt ég honum þakkir fimmtugum, árna honum heilla og vænti þess, að skólinn megi enn lengi njóta starfs- krafta hans. Benedikt Tómasson.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.