Menntamál - 01.10.1953, Page 49

Menntamál - 01.10.1953, Page 49
MENNTAMÁL 115 lí[ sitt allt skóla- og kirkjumálum landsins, lagði fram ýmsar stórmerk- ar tillögur til menningar og mennta fyrir þjóðina. Og í arfleiðsluskrá ánafnaði hann fjárntuni sína til skólahalds og skólamenntunar fyrir al- þýðufólk í héraði sínu. Sú hugmynd hcfur komið fram, að Jóns Þorkelssonar yrði verðugast minnzt með því að reisa á Suðurnesjum skóla til minningar um hið merka ævistarf hans og rniða stofnun skólans við 200 ára ártfð Jóns 5. maí 1959, og jafnframt 200 ára af- mæli Thorkelliisjóðsins. En Jón Þorkelsson fæddist i fnnri-Njarðvík 1697. Með slíkri skólastofnun mætti sameina tvennt: að minnast jtessa mikla menningarfrömuðar og að hinu leylinu stolna menningarmið- stöð Suðurnesja, sem stæði vörð um íslenzka tungu, |)jóðleg verðmæti og menningararf. Sá er háttur menningarjrjóða að halda á lofti minn- ingu beztu sona sinna og dætra og láta jafnframt óbornar kynslóðir njóta ávaxta af þjóðhollu starfi jteirra. Jón Þorkelsson var samtfðar- maður Skúla Magnússonar og hefur verið talið að störf lians í menn- ingar- og menntamálum skapi sérstakan kafla í sögu landsins og fram- faralilraunir hans eigi skilið sæti við hliðina á tilraunum þeim, er Skúli gerði síðar á verklegum sviðum. Uppeldismálaþingið vill Jtví styðja fram komna hugmynd til ])css að heiðra minningu Jóns Þorkels- sonar á sem veglegastan hátt. Uppeldismálajtingið hefur lilýtt á ávarp og ályktun Egils Hallgrims- sonar um stofnun skóla á Suðurnesjum til að heiðra minningu Jóns Þorkelssonar skólameistara. Skóli þessi yrði reistur í sambandi við 200 ára ártíð hans, hinn 5. maí 1959. Þingið telur rétt að veita ])t'ssu máli stuðning og skorar á stjórn sambandsins að vinna málinu brautargengi ásamt flutningsmanni og öðrum, er áhuga hafa á j)ví. VII. Vegna viðtals við Gunnar Finnbogason, cand. mag., skólastjóra á Patreksfirði, sem birt er í Morgunblaðinu sunnudag 14. júní vill uppeldismá 1 aj)ingið lýsa því yfir, að Jjað telur eftirfarandi ummæli hans um unglinga í skólum landsins gífuryrtan og ómaklegan sleggju- dóm: „Skólabragur er í mörgum atriðum losaralegur. Ábyrgðarkennd barna og unglinga er þorrin. Nemendur eru óhlýðnir, kunna ekki að skammast sín, meta einskis, livort ])eir standa sig betur eða verr. ---------Kæruleysið er afskaplegt og námsleiði mikill — — —.“ Þótt höfundur Jressara tilvitnuðu ummæla hafi ef til vill kynni af slíku misferli í einstökum skóla, sfnum eigin, eða öðrurn, nær engri átt að gera það að átyllu fyrir almennan áfellisdóm af J)essu tagi, og sízt vænlegt til góðra áhrifa.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.