Menntamál - 01.10.1953, Page 50

Menntamál - 01.10.1953, Page 50
116 MENNTAMÁL Skólastjórafundur gagnfræða- og héraðsskóla. Fundur skólastjóra gagnfræöa- og héraðsskólanna var haldinn í Reykjavík dagana 15.—17. sept. 1953. Fræðslumálastjóri setti fund- inn, bauð fundarmenn velkomna og minntist fráfalls séra Hermanns Hjartarsonar skólastjóra á Laugum. Fundarstjórar voru: Ingimar Jónsson skólastjóri, Reykjavík og Bjarni Bjarnason skólastjóri Laugarvatni, en fundarritarar skólastjórarnir Guðmundur Gíslason, Reykjunt og Rögnvaldur Sæmundsson, Keflavík. Fræðslumálastjóri ræddi um skólamál almennt og vék nokkuð að kynnum sínum af j>eim málum í Bandaríkjunum s. 1. vetur og vor. Enn fremur fluttu jiessir menn mál á fundinum: Jónas Jónsson skólastjóri, Magnús Jónsson skólastjóri, Þorsteinn Einarsson íþrótta- fulltrúi og Vignir Andrésson íþróttakennari. Kosin var námsskrárnefnd og enn fremur félagsmálanefnd og próf- og einkunnanefnd. Námskrárnefnd skipaði undirnefndir til að fjalla um einstakar námsgreinar. Nefndir þessar gerðu tillögur um lítils liáttar breytingar frá námsskrá, og voru jtær samþykktar. Til nýmæla má telja eftir- farandi tillögu frá Ragnlieiði Jónsdóttur skólastjóra Kvennaskól- ans: í skólum gagnfræðastigsins verði kennd hjúkrun i hcimahúsum og meðferð ungbarna, Jjar sem jjví verður við komiö. Var tillagan samjjykkt samhljóða. Frá félagsmálanefnd komu Jjessar lillögur: 1. Fræðslumálastjórnin láti semja stutta handhók við liæfi^nemenda um hegðun og mannasiði. 2. Fastir kennarar á gagnfræðastiginu fái erindisbréf. Tillögurnar voru samjjykktar samhljóða. Aðrar samþykklir: 1. Fundur skólastjóra héraðs- og gagnfræðaskóla haldinn í Rcykja- vík í sept. 1953 beinir jjeirri áskorun til fræðslumálastjórnar, að lands- prófi miðskóla verði breytt í það horf, að það nái aðeins til Jjessara greina: íslenzku (að undanskildum íslenzkum bókmenntum), er- lendra mála, stærðfræði og eðlisfræði. Próf í öðrum greinum, sem landsprófið hcfur náð til, sé falið skólunum og stjórnskipuðum próf- dómurum á hverjum stað. 2. Fundurinn lýsir sig andvígan bruggun og sölu áfengs öls i landinu og skorar á AlJjingi að fella tillfjgur, sem um Jjað kynnu að vcrða born- ar fram, Jjar sem reynslan annars staðar leiðir í ljós, að áfengt iil dreg- ur ekki úr neyzlu sterkra drykkja né heldur afbrotum samfara drykkju-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.