Menntamál - 01.10.1953, Síða 54

Menntamál - 01.10.1953, Síða 54
120 MENNTAMÁL leiSréttingar, sem kom til framkvæmda Jianstið 1948, og tölriu hana injög ósanngjarna. Enn fremur benriir Jringið á, að greiðslurnar voru reiknaðar út með hliðsjón af frádrætti í skyldustundafjölda fastra kennara, sem áður hafði tíðkazt. Kauptaxti stundakennara hefur hækkað talsvert hin síðari ár, en verkefnagreiðslur verið óbreyttar. Grundvöllur verkefnagreiðslutaxtans hefur því raskazt svo, að ekki verður lengur við unað. Þingið samþykkir Jrví að fela sambandsstjórninni að vinna að Jjví við fræðslumálastjórn að fá verulega hækkun á greiðslum fyrir verkefna- leiðréttingar og meiri samræmingu á greiðslu fyrir hin ýinsu fög. 10. Frá launamálanefnd. I tilefni af |>ví að menntamálaráðherra hefur skipað nefnd, sem m. a. á að athuga Jivort ekki sé unnt að ná sama kennsluárangri í skólum landsins með skemmri árlegum kennslutíma en tíðkazt hefur, samþykkir L. S. F. K. eftirfarandi: Þingið lýsir yfir ánægju sinni um, að athugun Jressi er látin fara frant í þeim tilgangi að endurbæta skólastarfið, en vill hins vegar benda á alvarlegt vandamál, er leiða myndi af styttingu skólatím- ans frá Jtví sem nú er. Laun kennara eru árslaun miðað við 9 mánaða starf. Framhalds- skólakennarar fá nú með örfáum undantekningum laun miðað við 8 mánaða starf, en samkv. launalögum eru laun Jjeirra skert um i/o hluta fyrir hvern mánuð, sem skólinn starfar skemur en 9 mán. Samkv. þessu eru t. d. laun gagnfræðaskólakennara miðað við kaup- gjaldsvísitölu 157 og gildandi reglur eftirfarandi: 8 mán. 7 mán. 1. ár....................... 2.648,07 2.317,07 2. ár....................... 2.888,80 2.525,70 3. ár....................... 3.129,54 2.738,35 4. ár....................... 3.369,71 2.949,50 5. ár....................... 3.477,02 3.159,69 Til samanburðar má geta }>ess að mánaðarlaun óíaglærðs verka- manns eru kr. 2.901,00 miðað við 8 stunda vinnu í 25 daga. Af þessum samanburði má sjá, að gagnfræðaskólakennari með 8 mánaða starfskjörum nær fyrst verkamannalaunum á 3. starfsári, en með 7 mánaða kjörum á 4. starfsári. Þess ber að gæta í þessu sam- bandi, að Jiegar gagníræðaskólakennari er kominn á full laun, er jafn- aldra verkamaður búinn að vinna a. m. k. í 10 ár á fullum launum miðað við, að leiðir þeirra að skilja um 16 ára aldur. Af þessu má einn-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.