Menntamál - 01.10.1953, Side 56

Menntamál - 01.10.1953, Side 56
122 MENNTAMÁL Aðalfundur Kennarasambands Austurlands. Aðalfundur Kennarasambands Austurlands var haklinn að Eiffuin 19. og 20. sept. s. 1. Fundinn sátu 21 barna- og íramhaldsskólakenn- arar á Austurlandi. Fundarstjórar voru Þórarinn Sveinsson, Eiffum, og Skúli Þorsteinsson, Eskifirffi. Erindi fluttu Steinn Stefánsson, Seyðis- firffi, um fræðshmiál og skólafyrirkomulag í Ráðstjórnarríkjunum, en Steinn ferðaffist |tar á vegum Mír s. 1. vor, og Þórarinn Þórarinsson, Eiffum, scnt talaffi um kynni sín af dönskum skólum og skólamálum í Danmerkurferff nú í sttmar. Fundurinn gerffi ýmsar samþykktir uni skóla- og kennslumál, og var þetta hiff helzta: 1) „Aðalíundur Kennarasambands Austurlands 1953 telur, aff ekki komi til mála, aff skertur sé sá réttur unglinga til framhafdsnáms, sem þeim er nú tryggður í fræðslulögum. Telur fundurinn fráleitt að stytta skyldunámið á nokkurn hátt eða leggja í vald skólanefnda og fræðslu- ráffs aff ákveða skólaskyldu á hverjum staff. Ennfremur skorar fund- urinn á fræðslumálastjórn að semja svo íljótt sem unnt er þær reglu- gerðir allar, sem fræðslulögin gera ráð fyrir, og liafa strangt eftirlit með, að þeirn sé fylgt í hvívetna. Lítur fundurinn svo á, að sii töf, sem orffin er á útgáfu téffra reglu- gerða, hafi orðið til þess, að óréttmæt gagnrýni og afffinnslur hafi komið fram í garð núgildandi fræðslulaga." 2. „Fundurinn lýsir ánægju sinni ylir útvarpserindi Ármanns Hall- dórssonar námsstjóra um fræðslulögin og er í öllu samþykkur þeim sjónarmiðum, er fram komu í erindinu." 3) „Fundurinn ítrekar fyrri kröfu sína um, að skipaffur verði fastur námsstjóri í Austfirðingafjórðungi, og taki hann til starfa þegar i haust, enda hafi hann búsetu í fjórffungnum." Þá var kosin nefnd til að undirbúa stofnun bindindisfélaga í skóluin á sambandssvæðinu. Fráfarandi stjórn skipuðu, Ragnar Þorsteinsson, Eskifirði, Guð- laug Sigurðardóttir, Útnyrffingsstöðum, og Haraldur Þórarinsson, Reyðarfirði. Núverandi stjórn skipa, Þórarinn Þórarinsson, Þórarinn Sveinsson og Armann Halldórsson, allir á Eiffum.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.