Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Page 26

Menntamál - 01.12.1956, Page 26
152 MENNTAMÁL SIGURÐUR GUNNARSSON: Frjáls skólastörf. SÍÐARI GREIN. í fyrri grein minni ræddi ég nokkuð um starfsuppeldis- fræðina, einkum þá grein hennar, sem kennd er við austur- ríska uppeldis- og sálfræðinginn dr. Else Köhler og ég kynntist að nokkru í Gautaborg veturinn 1953. Var það einkum hjá kennurunum Max Glanzelíus og Ester Her- mansson. Hefur þessi grein starfsuppeldisfræðinnar oft verið nefnd, og það með réttu, hin frjálsa óbundna vinnu- eða vinnubókakennsla, til aðgreiningar frá hinni bundnu vinnubókakennslu, sem flestir kennarar þekkja hér á landi, og hafa beitt meira og minna í starfi sínu. Ég taldi aðferðina mjög athyglisverða og nemendum þroskavænlegri en sérhverja aðra, kennsluaðferð, sem ég hefði kynnzt. Máli mínu til stuðnings vitnaði ég til kunnra kennara í Svíþjóð, kennara, sem gerzt hafa brautryðjendur þessarar stefnu þar í landi og víðar. Að lokum lýsti ég stutt- lega, hvernig unnið er samkvæmt þessum frjálsa hætti. í þessari grein mun ég skýra nánar frá nokkrum atriðum í sambandi við þessa starfsaðferð og segja frá athyglis- verðum starfsháttum kennara í Osló, sem vinna á mjög frjálsri línu, en sumir þó með lítið eitt öðrum hætti. Loks mun ég ræða um, hvort við getum tekið upp þessi nýju frjálsu og þroskavænlegu vinnubrögð í skólum okkar í næstu framtíð. Ég gat þess fyrr, að skipta mætti hinni frjálsu starfsað- ferð í fimm meginþætti, til hægðar- og skilningsauka, þeg- ar frá henni væri skýrt. í reyndinni er líka alltaf starfað samkvæmt þeim. Þessa fimm þætti ætla ég að leyfa mér að rifja hér upp til glöggvunar.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.