Menntamál - 01.12.1957, Blaðsíða 7
MENNTAMÁL
197
líðnum verða þær unglingnum ekki lengur tiltækar, þegar
á þeim þarf að halda. Allt veltur þá á því, að reglurnar
hafi á sínum tíma lagt grundvöll að máltilfinningu nem-
andans. Um það skortir okkur, sem aðeins fylgjum nem-
endum að prófborðinu, alla vissu. Árangur beygingafræði-
námsins ætti ekki sízt að koma fram í réttri málsmeðferð.
Það ætti að vera unnt að heyra mun á málfari skólageng-
inna manna og hinna. Undanfarin ár hef ég haft allmikil
kynni af stúdentum, enn fremur af óskólagengnu sveita-
fólki, en ég hef ekki getað greint slíkan mun. Þeir draug-
ar, sem reynt var að kveða niður í gagnfræðaskóla með
málfræðilegum særingum, leika enn lausum hala á tungu
stúdenta.
Víkjum nú að þeim greinum, sem minni áherzla er lögð
á í skólunum: Þjálfun talmálsins, ritgerðakennslu og bók-
menntalestri. Ég geri ráð fyrir, að þessar greinar hafi
aldrei verið vel ræktar, en síðan stafsetning og málfræði
urðu höfuðviðfangsefni kennslunnar, hefur vanræksla
þeirra komið af sjálfu sér.
En þótt lítill árangur hafi náðst á þessum sviðum, væri
alrangt að draga þá ályktun, að þessir þættir móðurmáls-
námsins séu lítils verðir. Þvert á móti hygg ég, að hinir
augljósu gallar, sem á kennslunni eru, stafi af því, hve
hér er illa á málum haldið. Vandamál okkar í þessum efn-
um eru vafalaust hliðstæð þeim, sem nálægar þjóðir hafa
við að fást. Síðastliðinn vetur kynntist ég að nokkru móð-
urmálskennslu í dönskum og þýzkum skólum. Við þessi
kynni varð mér enn ljósara en áður, hve móðurmáls-
kennsla okkar er einhæf og lífvana. Það vekur óneitan-
lega undrun manns, sem kennt hefur íslenzku samkvæmt
námsskrá gagnfræðastigsins hér, að verða þess var í þýzk-
um skólum, að bókmenntalestur og æfingar í hvers kyns
málnotkun skipi öndvegið, en beygingafræði sé lítið kennd
og venjulega án kennslubókar. Þetta ber þó ekki að skilja
á þann veg, að Þjóðverjar vanræki málfræðilega kennslu,