Menntamál - 01.12.1957, Qupperneq 17
MENNTAMÁL
207
Menntun kennara er tekin mjög alvarlega á Norður-
löndum. Danir hafa fyrir skemmstu sett nýja löggjöf um
hana, Norðmenn hafa sett nýja löggjöf um sálar- og upp-
eldisfræðinám og sænskir kennaraskólar njóta mikils álits
og myndugleika. Því til sönnunar mætti margs geta, en
ég tel hér nokkur helztu atriðin:
Að sænskum kennaraskólum er mikil aðsókn, en þeir
kjósa nemendur sína sjálfir og hafa þá hliðsjón af inn-
tökuprófum, sem eru að öllu leyti í höndum skólans. Inn-
tökuprófið er því raunverulegt samkeppnispróf í þeim
skilningi, að hinir hæfustu einir komast inn í skólann, en
margir vel hæfir verða frá að hverfa.
Úrslit eru gefin til kynna með þeim hætti, að birt er
á töflu skólans hverju sinni, hverjir hafi náð inntöku, sem
og hverjir komi í þeirra stað, ef forföll verða á efstu
mönnunum.
Annars má geta þess, að stúdentar geta lokið kennara-
námi í Svíþjóð á tveimur árum, en annars er almennt
kennaranám fjögur ár. Inntökupróf kennaraskólanna taka
jafnt til stúdenta sem annarra, og gerist það alloft, að
stúdentar, sem ná ekki fullnægjandi árangri til að setjast
í stúdentadeild kennaraskólans, setjast í fyrsta bekk fjög-
urra ára deildarinnar.
Á inntökuprófi er prófað í söng, hljóðfæraleik, skrift,
handavinnu og teikningu, einnig að nokkru í móðurmáli,
efnismeðferð og framsögn. Er kennaraefni fengið tiltekið
efni til sjálfstæðrar frásagnar, og er umhugsunar- og
undirbúningsfrestur ein klukkustund. Nemandinn ræður,
hvernig hann hagar undirbúningi, en verður að flytja mál
sitt hjálpargagna- og blaðalaust. Þá ræðir sálfræðingur eða
reyndur kennari við kennaraefni og hagar svo spurningum
og viðræðum, að hann verði nokkurs vísari um greindarfar
og þroska þess. Menn með gallað málfæri eða illa talandi
eiga sér ekki upptöku von í kennaraskóla. — Inntökupróf
í áður nefndum greinum gildir að hálfu móti þeim vitnis-