Menntamál


Menntamál - 01.12.1957, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.12.1957, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL 207 Menntun kennara er tekin mjög alvarlega á Norður- löndum. Danir hafa fyrir skemmstu sett nýja löggjöf um hana, Norðmenn hafa sett nýja löggjöf um sálar- og upp- eldisfræðinám og sænskir kennaraskólar njóta mikils álits og myndugleika. Því til sönnunar mætti margs geta, en ég tel hér nokkur helztu atriðin: Að sænskum kennaraskólum er mikil aðsókn, en þeir kjósa nemendur sína sjálfir og hafa þá hliðsjón af inn- tökuprófum, sem eru að öllu leyti í höndum skólans. Inn- tökuprófið er því raunverulegt samkeppnispróf í þeim skilningi, að hinir hæfustu einir komast inn í skólann, en margir vel hæfir verða frá að hverfa. Úrslit eru gefin til kynna með þeim hætti, að birt er á töflu skólans hverju sinni, hverjir hafi náð inntöku, sem og hverjir komi í þeirra stað, ef forföll verða á efstu mönnunum. Annars má geta þess, að stúdentar geta lokið kennara- námi í Svíþjóð á tveimur árum, en annars er almennt kennaranám fjögur ár. Inntökupróf kennaraskólanna taka jafnt til stúdenta sem annarra, og gerist það alloft, að stúdentar, sem ná ekki fullnægjandi árangri til að setjast í stúdentadeild kennaraskólans, setjast í fyrsta bekk fjög- urra ára deildarinnar. Á inntökuprófi er prófað í söng, hljóðfæraleik, skrift, handavinnu og teikningu, einnig að nokkru í móðurmáli, efnismeðferð og framsögn. Er kennaraefni fengið tiltekið efni til sjálfstæðrar frásagnar, og er umhugsunar- og undirbúningsfrestur ein klukkustund. Nemandinn ræður, hvernig hann hagar undirbúningi, en verður að flytja mál sitt hjálpargagna- og blaðalaust. Þá ræðir sálfræðingur eða reyndur kennari við kennaraefni og hagar svo spurningum og viðræðum, að hann verði nokkurs vísari um greindarfar og þroska þess. Menn með gallað málfæri eða illa talandi eiga sér ekki upptöku von í kennaraskóla. — Inntökupróf í áður nefndum greinum gildir að hálfu móti þeim vitnis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.