Menntamál - 01.12.1957, Side 105
MENNTAMÁL
295
JÓN KRISTGEIRSSON:
Kennarasatntök í Bandaríkjunum 100 ára.
National Education Association —
— NEA — minntist 100 ára afmælis
síns í Philadelphíu í sumar. En aðalbæki-
stöðvar samtakanna eru í Washington-
borg. Kennarasamtökum hvaðanæva að
úr heiminum var boðið að senda full-
trúa á afmælisþingið, þar á meðal S.Í.B.,
en það gat ekki þegið boðið. NEA gríp-
ur yfir barna- og gagnfræðakennara, og
þá einnig yfir marga menntaskólakenn-
ara, því að víða í US eru, eins og vitað er, vissar bekkjar-
deildir í gagnfræðaskólum, sem búa nemendur undir há-
skólanám, líkt og var á Laugarvatni hér á árunum.
í samtökunum eru tæplega 700 þúsund kennarar, er
greiða árgjald, sem mun vera 10 dalir fyrir hvern. Þannig
myndast allmikill sjóður, auk fleiri tekna, sem gerir sam-
tökunum fært að gera eitthvað á eigin spýtur, svo sem
að annast sjálfstæðar rannsóknir og athuganir. Viss hluti
gjaldsins rennur til útgáfu rita, sem samtökin gefa út
og félagar fá án sérstakrar greiðslu. Það er svipað fyrir-
komulag og með okkar Menntamál.
Helztu ritin eru NEA-Journal, sem kemur út mánaðar-
lega, nema sumarmánuði. Research Bulletin, er fjallar
aðallega um lýsingar og niðurstöður athugana og rann-
sókna á sviði uppeldismála. Það kemur út 4 sinnum á
ári, í febrúar, apríl, október og desember. Auk þessa eru
nokkur fylgirit. „Hvernig geta uppeldislegar rannsóknir
leiðbeint kennurum", o. fl. í tilefni afmælisins var samin
saga samtakanna frá upphafi, gefið var út yfirlit um
Dr. W. G. Carr.