Menntamál - 01.12.1957, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL
199
ii engum listina að lesa. Þetta er kennsla í mál-
fræði, þótt bókmenntalegt verk sé notað sem efniviður, og
er raunar blekking ein að kalla slíkt og þvílíkt bókmennta-
lestur. Á sama hátt og málfræði verður ekki gerð að bók-
menntum, verða bókmenntir ekki gerðar að málfræði. Það
er hægt „að skoða undir rófuna á hverju orði“ án þess
að skoðandanum verði ljós sú heild, sem þau mynda, þegar
um heilt verk er að ræða. Hér er venjulegum lesanda tals-
verður vandi á höndum, og mætti hér léynast ein orsök
þess, hve fáir verða læsir á góðar bókmenntir, þrátt fyrir
þau ósköp, sem hér er lesið. í nágrannalöndunum, t. d.
Danmörk, er þessi vandi viðurkenndur, sem sjá má bæði
af vinnubrögðum skólanna og bókum, sem samdar hafa
verið til leiðbeiningar um lestur bókmennta. Hér er í þessu
efni hvorki til að dreifa bókum né skólum.
Gott dæmi slíkra bóka er Litteraturforstáelse eftir dr.
Alf Henriques (3. útg. Khöfn 1954). Um tilgang hennar
segir höfundur í formála: „Min bog skulde sætte gennem-
snitslæseren i stand til pá en mere indtrængende máde at
opleve et stykke litteratur hvad enten det er en roman
eller et digt.“ Hér er þess ekki kostur að segja frá efni
bókarinnar, aðeins skal tilfærð lítil grein, sem varðar efni
það, er ég var að ræða:
„Har vi haft en oplevelse, der blot sá nogenlunde svarer
til forfatterens, er læsningen lykkedes. Derimod er det
ikke sá nödvendigt, at vi ganske bevidst giver os til at
studere hvert enkelt ord i beskrivelsen for at göre os klart,
hvori fortryllelsen bestár. Det afgörende er, om vi er i
stand til at opleve — og at opleve er ikke det samme
som at pille i stykker — snarere det modsatte.
Vil man fá en mand til at nyde blomsterpragten pá en
gröftekant, er det ikke nogen god idé at plukke alle blom-
sterne til ham, rive dem i smástykker og triumferende
fortælle ham, hvad de enkelte dele kaldes, og hvad den
hele blomst, der nu er död, havde for navn. Men der kan