Menntamál - 01.12.1957, Side 65
MENNTAMÁL
255
Yfirbuðir skólans eiga að liggja í því, að hann á að geta
lyft mörgum eins og þeim fáu beztu tókst af eigin ram-
leik. ...“
Jóna Kristjánsdóttir Fjalldal: „ . . . En að öllu athug-
uðu, þá kemur það í ljós, að með fræðslufyrirkomulagi
því, er var áður en fræðslulögin gengu í gildi, þá var það
að mestu undir aðstæðunum komið, hvort börnin nutu
nokkurrar verulegrar tilsagnar eða ekki, sum virtust vera
fædd til þeirra sérréttinda, önnur ekki...“
Óskar Einarsson læknir: „ . . . Jafnframt almennri skóla-
skyldu og stofnun barnaskóla um land allt, hafa lagzt
nýjar og áður óþekktar kröfur á herðar læknum og leik-
mönnum, en þær eru að sjá um, að börnin bíði ekki heilsu-
tjón af skólaverunni. ..“
Guðmundur Hagalín: „ ... Og þó að nú virðist vera að
rísa einhver alda þess á íslandi, að hinn erlendi stofu-
fæddi tízkuskáldskapur sé hið eina, sem samboðið sé skáldi,
þá hefur sú orðið raunin, að einmitt hitt, sem kveðið hef-
ur verið og ritað út úr sál þjóðarinnar og náttúru lands-
ins, hefur reynzt henni lífssteinn...“