Menntamál


Menntamál - 01.12.1957, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.12.1957, Blaðsíða 8
198 MENNTAMÁL en þeir haga henni nokkuð á annan veg en hér er gert. Þeir leggja til dæmis minni rækt við málfræðilega grein- ingu, en meiri stund á athugun þess, hvernig málið hefur verið og er notað, iðka alls kyns æfingar, sem miða að því að auka orðaforðann, leitast við að opna nemendum innsýn í þróun tungunnar, skýra merkingu orða og orð- taka, málshátta o. s. frv. Þeir greina að tvo þætti mál- fræðilegrar kennslu: Sprachlehre og Sprachkunde. Um þessa hluti mætti margt segja, en í þessu greinar- korni ætla ég að víkja að öðru atriði: bókmenntalestri eða bókmenntakynningu. Lestur bókmennta í skólum hefur þann höfuðtilgang að gera nemandann að góðum lesara. Þessi bókmenntakynn- ing á að gera nemandanum hvort tveggja kleift: að þekkja nokkur þeirra lögmála, sem bókmenntir lúta, og innlífa sig þeim. Hlutverk kennarans er að draga fram inntak verksins og leiða í Ijós gildi þess. Heppnist þetta, getur nemandinn síðar lagt mat á gildi þeirra bóka, er hann les. Hann venst á að láta sér ekki nægja að gleypa í sig bók, heldur leitast við að brjóta hana til mergjar. Ef nemand- inn yfirgefur skólann með þeim ásetningi að ganga aftur á vit þeirra klassisku verka, er hann las þar, þá hefur kennslan borið árangur. Forðist hann hins vegar síðar á ævinni verk, sem hann las í skólanum, til dæmis Egils sögu, Völuspá eða Njálu, má gera ráð fyrir, að kennslan hafi hrapallega mistekizt. Hér skiptir því meginmáli, að áhugi nemandans á bókmenntunum sé vakinn og glæddur og næmleiki hans til að njóta þeirra nái að þroskast. Hér hefur bókmenntalestur í skólum mótazt af sjónar- miðum málfræðinga, a. m. k. síðustu áratugi. Málfræð- ingnum hættir til að beina athygli nemandans að hinu einstaka: orðunum, málfræðilegri og setningarfræðilegri greiningu þeirra, þróun, skyldleika o. s. frv. Hann leysir jafnvel orðin sjálf upp í frumparta sína. Allt er þetta auðvitað fróðleikur, en ritskýring af þessu tagi kenn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.